„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 21:31 Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00