Ákvörðunin er tekin vegna þeirra veirufaraldra sem nú geisa í samfélaginu, segir í tilkynningunni.
Þar segir að heimsóknargestir eigi að vera með grímu á meðan þeir dvelja á spítalanum og þeir megi ekki vera með einkenni frá öndunarvegi, til dæmis kvef og flensueinkenni, né einkenni frá meltingavegi, til dæmis niðurgang eða uppköst.
„Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildir spítalans með heimsóknargestum. Takmarkanirnar verða endurmetnar reglulega.
Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður,“ segir í tilkynningunni á Facebook.
Heim