Hægt er að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 513-1700 eða síma 1700 til að fá aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum. Þá má hafa samband við sína heilsugæslustöð beint í síma. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á vefnum heilsuvera.is.
Á Heilsuveru má finna upplýsingar um sjúkdóma, sjúkdómseinkenni og rétt viðbrögð sem gott er að kynna sér. Í neyðartilvikum hringið tafarlaust í Neyðarlínuna í síma 112.
Heilsugæslustöðvar veita bráðaþjónustu fyrir bráð veikindi og smáslys. Ekki er nauðsynlegt panta tíma til að nýta sér þjónustuna, en gott að hringja fyrst í Upplýsingamiðstöðina. Heilsugæslustöðvar eru opnar milli klukkan 8 og 17 alla virka daga.
Læknavaktin á Háaleitisbraut er opin virka daga milli klukkan 17 og 22 og um helgar milli klukkan 9 og 22.