Örbirgð í auðugu landi Inga Sæland skrifar 29. desember 2022 14:02 Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í jólamánuðinum flæða minningarnar fram sem beljandi foss. Ég dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig sem litla telpu heima hjá pabba og mömmu þar sem jólandinn sveif yfir og allt um kring. Þar sem mamma var í aðalhlutverki, vakti fram á nætur, bakaði, eldaði og pússaði allt sem hönd á festi. Þar sem fárviðri geysaði utan við gluggann minn með tilheyrandi snjókomu sem færði allt á bólakaf. Allt var hjúpað töfraljóma og ólýsanlegri tilhlökkun. Alveg sama hvað á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur börnunum var haldið fyrir utan það. Nú er öldin önnur og ekki nokkur leið að loka augnum fyrir því óréttlæti og þeim hörmungum sem þúsundir íslenskra barna mega þola í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar sem gildi og viðmið eru öll önnur en þegar ég var að alast upp. Þetta eru börn sem oft leggjast svöng á koddann á kvöldin þar sem fátæktin er slík að hver króna fer í að greiða græðgisvæddum leigufélögum fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta eru börnin sem fá helst að borða hjá hjálparstofnunum sem reyna eftir fremsta megni að úthluta þeim mat. Hjálparstofnanir sem meiri hluti alþingismanna undir agavaldi ríkisstjórnarinnar sagði nei við að styrkja um 150 millj. króna fyrir jólin. Þetta eru börnin sem fara í jólaköttinn fá hvorki ný föt né nýja skó. Þetta er börnin sem eiga frekast á hættu að vera lögð í einelti, börnin sem fá engar tómstndir sem kosta peninga af því að þeir eru einfaldlega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda frekar um það sem liggur í framtíð flestra þessara barna. Þið vitið það öll. Stjórnleysi, trúleysi, virðingarleysi er það sem svífur yfir vötnunum í dag. Stjórnvöld láta sér á sama standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á. Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að vernda. Málin eru sett í nefnd. Með öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt út um gluggann. Þessir svo kölluðu valdhafar hafa hvorki visku né getu til að takast á við þau verkefni sem þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt að draga þá ályktun fremur en að halda að þessir einstaklingar séu mannvonskan holdi klædd. Eitt er þó alveg víst að öll þessi yfirgengilega fátækt, allt þetta vonleysi tug þúsunda Íslendinga er í boði stjórnvalda. Það er nöturlegt til þess að vita að Alþingi Íslendinga-æðsta stofnun þjóðarinnar skuli ekki sjá sóma sinn í því að rétta þeim hjálparhönd sem búa hér í sárri neyð, heldur þvert á móti múra en rammgerðari fátækragildru um þá sem þau voru kjörin til að vernda. Þetta er allt mannanna verk! Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun