Sowe fæddist í Gambíu en ólst upp í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann var samningsbundinn New York Red Bulls og lék einn leik fyrir aðallið félagsins.
Sowe, sem er 22 ára, lék tuttugu leiki í deild og bikar með Breiðabliki á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk. Blikar urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum.
Hlutskipti Leiknis varð hins vegar að falla eftir tveggja ára veru í Bestu deildinni. Eftir tímabilið hætti Sigurður Heiðar Höskuldsson sem þjálfari Leiknis og Vigfús Arnar Jósepsson tók við liðinu.