Sport

Myndaveisla frá kjörinu á íþróttamanni ársins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð.
Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins annað árið í röð. Vísir/Hulda Margrét

Kjörið á íþróttamanni ársins fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem kjörið var kunngjört með áhorfendur í salnum og því var þétt setið þegar Ómar Ingi Magnússon tók við verðlaununum, annað árið í röð.

Ómar Ingi hefur átt frábært ár, bæði með íslenska landsliðinu í handbolta, sem og félagsliði sínu, Magdeburg. Hann var því vel að verðlaununum kominn, en einnig voru veitt verðlaun fyrir þjálfara ársins og lið ársins. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta var valinn þjálfari ársins annað árið í röð og karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins.

Þá var frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ og Haraldur Ingólfsson var valinn Íþróttaeldhugi ársins úr röðum sjálfboðaliða.

Ljósmyndari Vísis, Hulda Margrét, var á svæðinu og hún fangaði stemninguna á filmu. Nokkrar af myndum hennar má sjá hér fyrir neðan.

Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét

Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×