„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2022 22:28 Snjó hefur kyngt niður á svæðinu. vísir Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Árborg Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“
Árborg Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira