Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Telma Tómasson skrifar 31. desember 2022 15:25 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira