Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 22:01 Guðmundur segir upptöku af æfingaleik við Pólverja fyrir Ólympíuleikana 2008 hafa skipt sköpum. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. „Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
„Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15