Samstarf

Rafmagnsbílar fyrir alla

Rafmagnsbilar.is
Helgi Magnússon hjá Rafmagnsbílum.
Helgi Magnússon hjá Rafmagnsbílum.

Hækkandi eldsneytisverð þyngir heimilisbókhaldið svo um munar og fólk horfir af þeim sökum í auknum mæli til rafmagns- og annarra tengilbíla.

„Rafmagnsbílar hafa töluvert minna kolefnisspor en hefðbundnir eldsneytisbílar, til dæmis kostar rafmagn á bíl sem ekinn er 15.000km á ári einungis um kr. 2.916 á mánuði eða kr. 35.000 á ári,“ segir Helgi Magnússon hjá Rafmagnsbílum.is. „Fólk getur því sparað jafnvel tugi þúsunda á mánuði sem annars hefðu farið í eldsneytiskaup. Annar rekstrarkostnaður rafmagnsbíla er einnig margfalt lægri en eldsneytisbíla. Þá eru færri slitfletir í rafmagnsbílum, í þeim er ekkert pústkerfi, olíukerfi eða gírskipting sem þarfnast viðhalds. Það þarf helst að skipta um bremsur en í þessari nýju kynslóð bíla notast þeir mikið við bremsur í að endurnýta orku (e.regenerative braking) og minnkar það sömuleiðis slit á bremsum.“

Hörð samkeppni skilar betri bílum

Þróun rafbíla er gríðarlega hröð og rótgróin merki keppast um markaðinn. Rafmagnsbílar eru alltaf að verða betri og betri. Tesla hafði lengi vel gríðarlega forystu á aðra framleiðendur hvað rafhlöður og drægni bílana varðar. Í dag er staðan önnur, allir helstu bílaframleiðendur heims keppast við að búa til betri rafmagnsbíla og samkeppnin í þeim efnum er gríðarleg. Þróunin hefur verið mjög hröð, sem skilar okkur betri bílum á styttri tíma. Margir myndu því segja kosti rafmagnsbíla ótvíræða.

Ísland er að rafvæðast og hleðslunetið þéttist hratt

Rafmagnsbílar.is er ungt fyrirtæki sem flytur inn bifreiðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fyrirtækið er samstarfsverkefni félaganna Helga Magnússonar og Tómasar Vífils Bono Hlynssonar. Þeir eru báðir miklir bílaáhugamenn, þá sérstaklega um rafmagns og tengiltvinnbíla og líta þeir framtíðina björtum augum hvað framþróun og nýjungar varðar á þeim markaði.

Tómas Vífill Bono Hlynsson hjá Rafmagnsbílum.

Drægni og hleðslumöguleikar eru ofarlega í huga þeirra sem skipta ætla úr eldsneytisbíl yfir í rafmagnsbíl. Helgi segir net hleðslustöðva um landið stöðugt að þéttast og drægni bílanna að aukast. „Innviðirnir á Íslandi eru í stöðugri þróun og hleðslustöðvar komnar upp hringinn í kringum landið. Nýjustu bílarnir vísa þér einnig á næstu hleðslustöð sýnir þér hvar þú þarft að stoppa til að hlaða. Drægni bílanna er einnig orðin mun meiri og þú kemst um og yfir 300 kílómetra á flestum nýlegum rafmagnsbílum.“

Hvernig gengur kaupferlið fyrir sig?

„Við bjóðum upp á trausta einstaklingsmiðaða þjónustu og fylgjum kaupandanum alla leið. Þú kemur til okkar með óskir um hvernig bíl þú vilt og verðhugmynd og við finnum bíl sem uppfyllir þínar kröfur. Bílarnir koma allir frá löndum innan Evrópusambandsins og bera því allir svokallaða Evrópuábyrgð sem er mjög mikilvægt og fólk þarf að hugsa út í. Eins bera allir rafbílar átta ára rafhlöðuábyrgð, óháð því hvaðan þeir koma,“ útskýrir Helgi. „Við erum þaulvanir bílaviðskiptum og miklir bílaáhugamenn sjálfir. Við veitum faglega og persónulega ráðgjöf og hver afgreiðsla er einstaklingsmiðuð. Við leggjum okkur fram við að bjóða hagstæð verð. Auk þess þarf kaupandi aðeins að greiða 25% af verði bílsins við kaup, við fjármögnum rest og kaupandi greiðir eftirstöðvar við afhendingu. Við finnum mikið fyrir því að það létti fólki ferlið að geta átt kost á því að við fjármögnum stærstan hluta ferlisins, því lánastofnanir lána helst ekki fyrir bíl nema hann sé kominn á íslensk númer.“

„Rafmagnsbílar eru einfaldlega framtíðin og framtíðin er rafmögnuð hjá okkur,“ segir Helgi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×