Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 11:13 Úkraínumenn gerðu árásina með HIMARS-eldflaugakerfum sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40