Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2023 12:31 Heiðar hugsaði til konu sinnar og barna. Af hverju var hann ekki búinn að giftast konunni? Af hverju knúsaði hann börnin sín ekki dagana á undan? Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi. Heiðar Örn sagði sögu sína í þáttunum Baklandið á Stöð 2 í gærkvöldi. Heiðar Örn, sem er þriggja barna faðir, rifjaði meðal annars upp útkall þegar ferðamaður lenti í helli með mikilli gasmengun. Fljótlega kom í ljós að ferðamaðurinn var látinn. Aðgerðin breyttist því úr björgunarútkalli í það að sækja lík hins látna. Heiðar Örn var hluti af fjögurra manna teymi sem réðst í verkið. Á þessum tíma var Heiðar bæði í slökkviliðsnámi og í hundrað prósent vinnu sem sjúkraflutningamaður. Hann var í námi á daginn og vann á kvöldin og um nóttina. Þegar að útkallinu kom hafði Heiðar ekki sofið í yfir tvo sólarhringa. Fjórmenningarnir voru allir með súrefnisgrímu og súrefniskút á bakinu og höfðu aðeins súrefni til að athafna sig í ákveðinn tíma inni í hellinum. Af hverju er ég ekki búinn að gifta mig? Heiðar varð að snúa við fyrr en hinir þrír og ganga út úr hellinum vegna stöðuna á hans súrefniskúti. Þegar hann gekk til baka festi hann sig með aðra löppina ofan í sprungu í íshellinum. Þarna var hann í raun einn og yfirgefinn og lýsir því í þættinum að ef hann hefði tekið af sér grímuna þá hefði farið illa. „Ég man að það gerðist allt mjög hratt á þessum tíma og ég horfði á loftmælinn minn rjúka niður. Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja. Ég man ég hugsaði, Heiðar hvað ert þú að pæla? Þú ert búinn að vera vakandi í tvo og hálfan sólarhring og engan veginn í standi til að takast á við þessar aðstæður og nú situr þú fastur,“ segir Heiðar og heldur áfram. „Ég fór líka að hugsa fyrst og fremst hvað ég væri mikill vitleysingur. Af hverju væri ég ekki búinn að gifta mig, ég gleymdi að kyssa konuna bless, ég er ekki búinn að knúsa börnin mín í þrjá daga af því að það er svo mikið að gera. Það var allt sem maður rifjaði upp á þessum örfáum sekúndum sem maður leyfði sér það. Ég man fyrst og fremst hvað ég var svekktur og leiður út í sjálfan mig,“ segir Heiðar. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum og hvernig Heiðar kom sér út úr aðstæðunum. Klippa: Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja Baklandið Slökkvilið Banaslys í íshelli á Hofsjökli Tengdar fréttir Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15 Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Heiðar Örn sagði sögu sína í þáttunum Baklandið á Stöð 2 í gærkvöldi. Heiðar Örn, sem er þriggja barna faðir, rifjaði meðal annars upp útkall þegar ferðamaður lenti í helli með mikilli gasmengun. Fljótlega kom í ljós að ferðamaðurinn var látinn. Aðgerðin breyttist því úr björgunarútkalli í það að sækja lík hins látna. Heiðar Örn var hluti af fjögurra manna teymi sem réðst í verkið. Á þessum tíma var Heiðar bæði í slökkviliðsnámi og í hundrað prósent vinnu sem sjúkraflutningamaður. Hann var í námi á daginn og vann á kvöldin og um nóttina. Þegar að útkallinu kom hafði Heiðar ekki sofið í yfir tvo sólarhringa. Fjórmenningarnir voru allir með súrefnisgrímu og súrefniskút á bakinu og höfðu aðeins súrefni til að athafna sig í ákveðinn tíma inni í hellinum. Af hverju er ég ekki búinn að gifta mig? Heiðar varð að snúa við fyrr en hinir þrír og ganga út úr hellinum vegna stöðuna á hans súrefniskúti. Þegar hann gekk til baka festi hann sig með aðra löppina ofan í sprungu í íshellinum. Þarna var hann í raun einn og yfirgefinn og lýsir því í þættinum að ef hann hefði tekið af sér grímuna þá hefði farið illa. „Ég man að það gerðist allt mjög hratt á þessum tíma og ég horfði á loftmælinn minn rjúka niður. Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja. Ég man ég hugsaði, Heiðar hvað ert þú að pæla? Þú ert búinn að vera vakandi í tvo og hálfan sólarhring og engan veginn í standi til að takast á við þessar aðstæður og nú situr þú fastur,“ segir Heiðar og heldur áfram. „Ég fór líka að hugsa fyrst og fremst hvað ég væri mikill vitleysingur. Af hverju væri ég ekki búinn að gifta mig, ég gleymdi að kyssa konuna bless, ég er ekki búinn að knúsa börnin mín í þrjá daga af því að það er svo mikið að gera. Það var allt sem maður rifjaði upp á þessum örfáum sekúndum sem maður leyfði sér það. Ég man fyrst og fremst hvað ég var svekktur og leiður út í sjálfan mig,“ segir Heiðar. Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum og hvernig Heiðar kom sér út úr aðstæðunum. Klippa: Ef ég hefði tekið af mér grímuna þá hefði ég þurft einn til tvo andardrætti til þess að deyja
Baklandið Slökkvilið Banaslys í íshelli á Hofsjökli Tengdar fréttir Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15 Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar að fara í íshellinn en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. 2. mars 2018 13:15
Flókin aðgerð við hættulegar aðstæður Yfir 200 viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum við leitina að íslenskum karlmanni sem fannst látinn í íshelli í Blágnípujökli í gærkvöldi. 1. mars 2018 19:45
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00