Leikmaður danska landsliðsins í einangrun Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 11:00 Simon Pytlick er í einangrun vegna jákvæðs Covid-prófs. DHF Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót. Pytlick greindist með Covid þegar danski leikmannahópurinn kom saman í gær en þá voru allir leikmenn liðsins skimaðir fyrir veirunni. Danska handknattleikssambandið greindi frá því í morgun að Pytlick hefði verið skikkaður í einangrun vegna jákvæðu niðurstöðunnar, sem varúðarráðstöfun. „Þetta er veik jákvæð niðurstaða og þess vegna vonumst við til að um gamalt smit sé að ræða. En við munum festa á okkur belti og axlabönd, svo Simon verður í einangrun þangað til við skimum hann aftur á morgun - sem ætti að skýra út um hvað sé að ræða,“ er haft eftir Morten Storgaard, lækni danska liðsins, á heimasíðu handknattleikssambandsins. Skima vegna strangra reglna Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum í gær að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi samþykkt strangar Covid-reglur í kringum mótið, sem eru töluvert meira íþyngjandi en núverandi regluverk í gestgjafalöndunum, Póllandi og Svíþjóð, segja til um. Leikmenn verða skikkaðir í fimm daga einangrun ef þeir greinast jákvæðir fyrir veirunni, en skimun mun fara fram fyrir mót, milliriðlakeppni og 8-liða úrslit. Af þeirri ástæðu ákvað danska handknattleikssambandið að skikka alla leikmenn liðsins í Covid-próf þegar hópurinn kom saman í gær - til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en mótið hefst í næstu viku. HM hefst þann á miðvikudaginn í næstu viku, þann 11. janúar. Ísland hefur leik degi síðar og mætir Portúgal, en er auk þess með Ungverjum og Suður-Kóreumönnum í riðli. Fyrsti leikur Dana er við Belgíu 13. janúar en Túnis og Barein, sem stýrt er af Aroni Kristjánssyni, eru einnig í riðli Dana. HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Pytlick greindist með Covid þegar danski leikmannahópurinn kom saman í gær en þá voru allir leikmenn liðsins skimaðir fyrir veirunni. Danska handknattleikssambandið greindi frá því í morgun að Pytlick hefði verið skikkaður í einangrun vegna jákvæðu niðurstöðunnar, sem varúðarráðstöfun. „Þetta er veik jákvæð niðurstaða og þess vegna vonumst við til að um gamalt smit sé að ræða. En við munum festa á okkur belti og axlabönd, svo Simon verður í einangrun þangað til við skimum hann aftur á morgun - sem ætti að skýra út um hvað sé að ræða,“ er haft eftir Morten Storgaard, lækni danska liðsins, á heimasíðu handknattleikssambandsins. Skima vegna strangra reglna Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum í gær að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi samþykkt strangar Covid-reglur í kringum mótið, sem eru töluvert meira íþyngjandi en núverandi regluverk í gestgjafalöndunum, Póllandi og Svíþjóð, segja til um. Leikmenn verða skikkaðir í fimm daga einangrun ef þeir greinast jákvæðir fyrir veirunni, en skimun mun fara fram fyrir mót, milliriðlakeppni og 8-liða úrslit. Af þeirri ástæðu ákvað danska handknattleikssambandið að skikka alla leikmenn liðsins í Covid-próf þegar hópurinn kom saman í gær - til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig áður en mótið hefst í næstu viku. HM hefst þann á miðvikudaginn í næstu viku, þann 11. janúar. Ísland hefur leik degi síðar og mætir Portúgal, en er auk þess með Ungverjum og Suður-Kóreumönnum í riðli. Fyrsti leikur Dana er við Belgíu 13. janúar en Túnis og Barein, sem stýrt er af Aroni Kristjánssyni, eru einnig í riðli Dana.
HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira