Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. janúar 2023 07:01 „Ef við viljum ekki láta önnur sautján ár líða á milli ráðninga á hæfum konum, þurfa allir þeir sem eiga aðkomu að ráðningarferlinu að vera tilbúnir til þess að skoða ferlið og hvort verið sé að beita réttum aðferðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við HÍ og formaður Jafnvægisvogar FKA. Aðsend „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. Fyrrnefnd grein Ástu Dísar, Þóru, Sigrúnar og Erlu, sem allar starfa hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ber yfirskriftina „Reynsla stjórnarkvenna af forystuhæfni, tengslaneti og stuðningi við konur til að gegna forstjórastöðu.“ Í greininni koma meðal annars fram niðurstöður úr fyrri rannsóknum þar sem rætt er við stjórnarkonur um hvað þær telji skýra því hversu hægfara þessi þróun er. Aggressívur maður er nagli og rosa flottur en aggressív kona er bara eitthvað bitch.“ Og kona sem er forstjóri þarf að vera: „Sjarmerandi en ekki of sjarmerandi á meðan karlar fá miklu meira tækifæri til að vera einhvern veginn út um allt,“ eru meðal ummæla stjórnarkvenna. Í dag og á föstudag fjallar Atvinnulífið um kynjahlutfall æðstu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og hvernig rannsóknir sýna að karlkyns stjórnendur eru hvorki að mælast hæfari sem leiðtogar né rekstraraðilar í samanburði við konur. Upprifjun: Þær sex sem hafa komist að Frá því að Kauphöll var stofnuð á Íslandi og viðskipti með hlutabréf hófust árið 1990, hafa sex konur verið ráðnar sem forstjórar í skráðum félögum, í samanburði við hundruð karlmanna. Þær sex konur sem hafa komist að sem forstjórar eru: Hildur Petersen fv. forstjóri Hans Petersen en Hildur var fyrsta konan til að gegna forstjórastöðu þegar farið var með félagið á markað 1998. Ragnhildur Geirsdóttir var fyrsta konan til að vera ráðin forstjóri skráðs félags er hún tók við Flugleiðum árið 2005 og síðar FL Group. Sigrún Ragna Ólafsdóttir fv. forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Margrét B. Tryggvadóttir forstjóri Nova. Ásta S. Fjeldsted, sem tók við Festi í september 2022. Þegar Ásta var ráðin sem forstjóri þegar skráðs félags á markaði, voru sautján ár liðin frá því að kona var síðast ráðin í slíka stöðu, sbr. Ragnhildur árið 2005. „Við höfum gert margt mjög vel og við skorum hæst á alþjóðavísu. En ef við viljum ekki láta önnur sautján ár líða á milli ráðninga á hæfum konum, þurfa allir þeir sem eiga aðkomu að ráðningarferlinu að vera tilbúnir til þess að skoða ferlið og hvort verið sé að beita réttum aðferðum,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við erum keppnisþjóð og við eigum ekki að sætta okkur við að hafa lokað bara 91% af kynjabilinu. Hér á landi á ekki að vera neitt kynjabil. Jafnrétti er einfaldlega ákvörðun, það er ákvörðun stjórnvalda, fjárfesta, stjórna, forstjóra og annara í samfélaginu.“ Þrátt fyrir að karlmenn mælist hvorki betri rekstrarmenn né leiðtogar hafa hundruð karlmanna verið ráðnir forstjórar skráðra fyrirtækja á Íslandi á sama tíma og sex konur hafa verið forstjórar Kauphallarfyrirtækja. Efri/neðri fv: Hildur Pedersen, Ragnhildur Geirsdóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Birna Einarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Ásta S. Fjeldsted. Margir karlmenn vilja styðja en vita ekki hvernig Ásta Dís segir nýjar rannsóknir sýna að íhaldssöm viðhorf, þar sem karlar eru álitnir hæfari til forystu í fyrirtækjum, eru algengari í löndum þar sem jafnréttismál eru skammt á veg komin. Sem ekki á að eiga við á Íslandi, sem telst almennt vera komin nokkuð langt í jafnréttismálum. Þá eru engar rannsóknir sem styðja við það að karlmenn séu yfir höfuð hæfari sem leiðtogar eða stjórnendur. „Núverandi þekking á árangursríkri forystu endurspeglar ekki lengur leiðtoga með einhverja einstaka og meðfædda hæfileika, heldur byggir árangurinn á fjölbreyttum hæfileikum stjórnanda til samskipta og til stefnumótunar sem viðkomandi þjálfar og styrkir yfir tíma. Stjórnendur í dag þurfa að búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og berlega kom í ljós í heimsfaraldrinum og svo eftir að átök brutust út í Úkraínu,“ segir Ásta Dís. Margir höfðu trú á því að þegar lög um kynjakvóta í stjórnum varð að veruleika, myndi fjölgun kvenna í stjórnum auka líkurnar á því að kynjahlutföllin myndu jafnast hraðar. Við spyrjum Ástu Dís hvers vegna svo virðist ekki vera. „Það sem hefur komið fram í rannsóknum er að stjórnarkonur í skráðum félögum hafa einfaldlega ekki látið nægjanlega til sín taka í forstjóraráðningum skráðra félaga. Hins vegar hefur það líka komið fram að oft virðist fólk ekki vita hvernig það á að fara að því að styðja betur við kvenráðningar. Þetta á bæði við um konur og karla,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Það var hins vegar líka athyglisvert að sjá á niðurstöðum að margar stjórnarkonur lýstu því að þær sjálfar hafi jafnvel fengið meiri stuðning frá körlum þegar kom að þeirra eigin framgangi til stjórnunarstarfa. Þá sögðu þær marga karla hafa vilja til að styðja konur en að þeir átti sig stundum ekki á hvernig þeir ættu að fara að því.“ Ásta Dís segir einnig áberandi í niðurstöðum að þar koma fram ýmiss atriði sem lengi hafa heyrst í umræðunni. Til dæmis að konur skorti trú á eigin getu og að þær glími frekar við áskoranir vegna samspils fjölskyldu og vinnu. „Það sem hefur síður komið fram er það sem birtist í þessum rannsóknum okkar og það er að það er of mikið treyst á tengslanet karlkyns stjórnarmanna í ráðningum og á lista frá ráðningarstofum, sem mjög margir viðmælendur gagnrýndu.“ Sautján ár liðu á milli ráðninga konu í forstjórastól þegar skráðs fyrirtækis á Íslandi en á morgun mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um rekstrarlega liði sem sýna hvernig fyrirtæki með konur sem framkvæmdastjóra eru í ýmsum liðum að sýna betri árangur en fyrirtæki þar sem framkvæmdastjóri er karlmaður.Vísir/Getty Það sem stjórnarkonur segja Mjög athyglisvert er að rýna í þau ummæli stjórnarkvenna um hvaða skýringar kunna að vera á því hvers vegna svona fáar konur eru ráðnar í forstjórastóla. Við fengum Ástu Dís til að nefna nokkur dæmi: „Margar kvennanna tala um að samtal og umræða um ráðningar forstjóra mætti vera faglegri eins og ein lýsir og talar um mikilvægi þess að „líta á forstjórastarfið sem faghæfni“ og bætir við að umræðan um hæfni og aðferðir við ráðningar þurfi að vera meðvituð og: „gegnsæ og opin og konur þurfa að þora að vera sjálfstæðar og vinna á sínum forsendum og þora einhvern veginn að takast á við þetta karlabandalag“. Þegar rætt er um faghæfni þá hefur komið fram í fyrri ráðningum að það skipti máli að hafa reynslu af stjórnun í tilteknum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningum, það sem stundum er kallað „bransaþekking“ að stjórnendur þurfi að vera með mikla þekkingu og reynslu af tiltekinni atvinnugrein.“ ,,Ein reynslumikil stjórnarkona nefnir að „vegur kvenna virðist vera svo grýttur… það eru 1000 steinar … ætla ekki að segja að séu settir í götuna … en það er ákveðið að fjarlægja ekki steinana. Einhvern veginn er vegur karlanna miklu greiðfærari … ég þekki ágætlega til tiltölulega nýrra forstjóraráðninga og mér þótti svolítið merkilegt því í fyrri ráðningum var talað um að bransaþekking væri svo svakalega mikilvæg í þessum forstjóraráðningum og því hafa færri konur kannski komist að ... En í þessum tveimur ráðningum þar var fullt af konum með bransaþekkinguna en NEI, þá allt í einu skiptir hún ekkert máli, þá er allt í einu bara rosa mikilvægt að fá bara almennt góðan stjórnanda“ … það er stundum bara skipt um rök eftir því sem hentar hverju sinni sem er mjög áhugavert.“ Þá segir Ásta Dís oft koma fram ákveðnar mótsagnir þegar rýnt er í niðurstöður rannsókna. Til dæmis komi stundum fram að konur þurfi að vera duglegri við að rétta upp hönd og láta vita af sér. Það er ákveðin mótsögn í því falin að segja að konur eigi að láta vita meira af sér eða koma sér betur á framfæri. Því á sama tíma eru störfin ekki auglýst. Þá sýna nýlegar íslenskar rannsóknir að skýringar megi einnig finna í ríkjandi ráðningarvenjum og í ráðningarferlinu sem talið er útilokandi fyrir konur. Of mikið er treyst á tengslanet karlkyns stjórnarmanna og á lista frá ráðningarstofum.“ Ásta Dís segir stjórnarkonur einnig benda á það í ummælum sínum að konur eru dæmdar harðar en karlmenn. Ekki aðeins af körlunum sjálfum, heldur almennt. Mýturnar eru þá eitthvað á þessa leið: „Hún (konan) er örugglega líklegri til að rjúka upp eitthvað svona einhvern veginn emotional svona og mun ekki taka rétta ákvörðun‘ og svo framvegis.“ Eða að taldar séu meiri líkur á að kona sem stjórnandi hreinlega hrynji niður af álagi frekar en karlmenn. „Það er því miður enn þannig að það alls ekki það sama að vera ákveðinn og ákveðin,“ segir Ásta Dís. „Og því eru ákveðnir karlmenn eru líklegri til að vera ráðnir en ákveðin kona.“ Hér má lesa um þrjár leiðir sem Ásta Dís hefur meðal annars bent á sem leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum. Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Starfsframi Kauphöllin Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn? 19. janúar 2022 07:01 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fyrrnefnd grein Ástu Dísar, Þóru, Sigrúnar og Erlu, sem allar starfa hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ber yfirskriftina „Reynsla stjórnarkvenna af forystuhæfni, tengslaneti og stuðningi við konur til að gegna forstjórastöðu.“ Í greininni koma meðal annars fram niðurstöður úr fyrri rannsóknum þar sem rætt er við stjórnarkonur um hvað þær telji skýra því hversu hægfara þessi þróun er. Aggressívur maður er nagli og rosa flottur en aggressív kona er bara eitthvað bitch.“ Og kona sem er forstjóri þarf að vera: „Sjarmerandi en ekki of sjarmerandi á meðan karlar fá miklu meira tækifæri til að vera einhvern veginn út um allt,“ eru meðal ummæla stjórnarkvenna. Í dag og á föstudag fjallar Atvinnulífið um kynjahlutfall æðstu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og hvernig rannsóknir sýna að karlkyns stjórnendur eru hvorki að mælast hæfari sem leiðtogar né rekstraraðilar í samanburði við konur. Upprifjun: Þær sex sem hafa komist að Frá því að Kauphöll var stofnuð á Íslandi og viðskipti með hlutabréf hófust árið 1990, hafa sex konur verið ráðnar sem forstjórar í skráðum félögum, í samanburði við hundruð karlmanna. Þær sex konur sem hafa komist að sem forstjórar eru: Hildur Petersen fv. forstjóri Hans Petersen en Hildur var fyrsta konan til að gegna forstjórastöðu þegar farið var með félagið á markað 1998. Ragnhildur Geirsdóttir var fyrsta konan til að vera ráðin forstjóri skráðs félags er hún tók við Flugleiðum árið 2005 og síðar FL Group. Sigrún Ragna Ólafsdóttir fv. forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Margrét B. Tryggvadóttir forstjóri Nova. Ásta S. Fjeldsted, sem tók við Festi í september 2022. Þegar Ásta var ráðin sem forstjóri þegar skráðs félags á markaði, voru sautján ár liðin frá því að kona var síðast ráðin í slíka stöðu, sbr. Ragnhildur árið 2005. „Við höfum gert margt mjög vel og við skorum hæst á alþjóðavísu. En ef við viljum ekki láta önnur sautján ár líða á milli ráðninga á hæfum konum, þurfa allir þeir sem eiga aðkomu að ráðningarferlinu að vera tilbúnir til þess að skoða ferlið og hvort verið sé að beita réttum aðferðum,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Við erum keppnisþjóð og við eigum ekki að sætta okkur við að hafa lokað bara 91% af kynjabilinu. Hér á landi á ekki að vera neitt kynjabil. Jafnrétti er einfaldlega ákvörðun, það er ákvörðun stjórnvalda, fjárfesta, stjórna, forstjóra og annara í samfélaginu.“ Þrátt fyrir að karlmenn mælist hvorki betri rekstrarmenn né leiðtogar hafa hundruð karlmanna verið ráðnir forstjórar skráðra fyrirtækja á Íslandi á sama tíma og sex konur hafa verið forstjórar Kauphallarfyrirtækja. Efri/neðri fv: Hildur Pedersen, Ragnhildur Geirsdóttir, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Birna Einarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Ásta S. Fjeldsted. Margir karlmenn vilja styðja en vita ekki hvernig Ásta Dís segir nýjar rannsóknir sýna að íhaldssöm viðhorf, þar sem karlar eru álitnir hæfari til forystu í fyrirtækjum, eru algengari í löndum þar sem jafnréttismál eru skammt á veg komin. Sem ekki á að eiga við á Íslandi, sem telst almennt vera komin nokkuð langt í jafnréttismálum. Þá eru engar rannsóknir sem styðja við það að karlmenn séu yfir höfuð hæfari sem leiðtogar eða stjórnendur. „Núverandi þekking á árangursríkri forystu endurspeglar ekki lengur leiðtoga með einhverja einstaka og meðfædda hæfileika, heldur byggir árangurinn á fjölbreyttum hæfileikum stjórnanda til samskipta og til stefnumótunar sem viðkomandi þjálfar og styrkir yfir tíma. Stjórnendur í dag þurfa að búa yfir mikilli aðlögunarhæfni eins og berlega kom í ljós í heimsfaraldrinum og svo eftir að átök brutust út í Úkraínu,“ segir Ásta Dís. Margir höfðu trú á því að þegar lög um kynjakvóta í stjórnum varð að veruleika, myndi fjölgun kvenna í stjórnum auka líkurnar á því að kynjahlutföllin myndu jafnast hraðar. Við spyrjum Ástu Dís hvers vegna svo virðist ekki vera. „Það sem hefur komið fram í rannsóknum er að stjórnarkonur í skráðum félögum hafa einfaldlega ekki látið nægjanlega til sín taka í forstjóraráðningum skráðra félaga. Hins vegar hefur það líka komið fram að oft virðist fólk ekki vita hvernig það á að fara að því að styðja betur við kvenráðningar. Þetta á bæði við um konur og karla,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Það var hins vegar líka athyglisvert að sjá á niðurstöðum að margar stjórnarkonur lýstu því að þær sjálfar hafi jafnvel fengið meiri stuðning frá körlum þegar kom að þeirra eigin framgangi til stjórnunarstarfa. Þá sögðu þær marga karla hafa vilja til að styðja konur en að þeir átti sig stundum ekki á hvernig þeir ættu að fara að því.“ Ásta Dís segir einnig áberandi í niðurstöðum að þar koma fram ýmiss atriði sem lengi hafa heyrst í umræðunni. Til dæmis að konur skorti trú á eigin getu og að þær glími frekar við áskoranir vegna samspils fjölskyldu og vinnu. „Það sem hefur síður komið fram er það sem birtist í þessum rannsóknum okkar og það er að það er of mikið treyst á tengslanet karlkyns stjórnarmanna í ráðningum og á lista frá ráðningarstofum, sem mjög margir viðmælendur gagnrýndu.“ Sautján ár liðu á milli ráðninga konu í forstjórastól þegar skráðs fyrirtækis á Íslandi en á morgun mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um rekstrarlega liði sem sýna hvernig fyrirtæki með konur sem framkvæmdastjóra eru í ýmsum liðum að sýna betri árangur en fyrirtæki þar sem framkvæmdastjóri er karlmaður.Vísir/Getty Það sem stjórnarkonur segja Mjög athyglisvert er að rýna í þau ummæli stjórnarkvenna um hvaða skýringar kunna að vera á því hvers vegna svona fáar konur eru ráðnar í forstjórastóla. Við fengum Ástu Dís til að nefna nokkur dæmi: „Margar kvennanna tala um að samtal og umræða um ráðningar forstjóra mætti vera faglegri eins og ein lýsir og talar um mikilvægi þess að „líta á forstjórastarfið sem faghæfni“ og bætir við að umræðan um hæfni og aðferðir við ráðningar þurfi að vera meðvituð og: „gegnsæ og opin og konur þurfa að þora að vera sjálfstæðar og vinna á sínum forsendum og þora einhvern veginn að takast á við þetta karlabandalag“. Þegar rætt er um faghæfni þá hefur komið fram í fyrri ráðningum að það skipti máli að hafa reynslu af stjórnun í tilteknum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningum, það sem stundum er kallað „bransaþekking“ að stjórnendur þurfi að vera með mikla þekkingu og reynslu af tiltekinni atvinnugrein.“ ,,Ein reynslumikil stjórnarkona nefnir að „vegur kvenna virðist vera svo grýttur… það eru 1000 steinar … ætla ekki að segja að séu settir í götuna … en það er ákveðið að fjarlægja ekki steinana. Einhvern veginn er vegur karlanna miklu greiðfærari … ég þekki ágætlega til tiltölulega nýrra forstjóraráðninga og mér þótti svolítið merkilegt því í fyrri ráðningum var talað um að bransaþekking væri svo svakalega mikilvæg í þessum forstjóraráðningum og því hafa færri konur kannski komist að ... En í þessum tveimur ráðningum þar var fullt af konum með bransaþekkinguna en NEI, þá allt í einu skiptir hún ekkert máli, þá er allt í einu bara rosa mikilvægt að fá bara almennt góðan stjórnanda“ … það er stundum bara skipt um rök eftir því sem hentar hverju sinni sem er mjög áhugavert.“ Þá segir Ásta Dís oft koma fram ákveðnar mótsagnir þegar rýnt er í niðurstöður rannsókna. Til dæmis komi stundum fram að konur þurfi að vera duglegri við að rétta upp hönd og láta vita af sér. Það er ákveðin mótsögn í því falin að segja að konur eigi að láta vita meira af sér eða koma sér betur á framfæri. Því á sama tíma eru störfin ekki auglýst. Þá sýna nýlegar íslenskar rannsóknir að skýringar megi einnig finna í ríkjandi ráðningarvenjum og í ráðningarferlinu sem talið er útilokandi fyrir konur. Of mikið er treyst á tengslanet karlkyns stjórnarmanna og á lista frá ráðningarstofum.“ Ásta Dís segir stjórnarkonur einnig benda á það í ummælum sínum að konur eru dæmdar harðar en karlmenn. Ekki aðeins af körlunum sjálfum, heldur almennt. Mýturnar eru þá eitthvað á þessa leið: „Hún (konan) er örugglega líklegri til að rjúka upp eitthvað svona einhvern veginn emotional svona og mun ekki taka rétta ákvörðun‘ og svo framvegis.“ Eða að taldar séu meiri líkur á að kona sem stjórnandi hreinlega hrynji niður af álagi frekar en karlmenn. „Það er því miður enn þannig að það alls ekki það sama að vera ákveðinn og ákveðin,“ segir Ásta Dís. „Og því eru ákveðnir karlmenn eru líklegri til að vera ráðnir en ákveðin kona.“ Hér má lesa um þrjár leiðir sem Ásta Dís hefur meðal annars bent á sem leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum.
Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Starfsframi Kauphöllin Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn? 19. janúar 2022 07:01 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00
Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn? 19. janúar 2022 07:01
Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00