Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 14:56 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú séu í raun afskaplega einföld. Dominos Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu. Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu.
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10