Innherji

Skásta af­koman hjá Arð­­greiðslu­­sjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði

Þórður Gunnarsson skrifar
Gengi bréfa Marels reyndist helsti örlagavaldur sjóðstjóra á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæplega 27 prósent á árinu 2022. 
Gengi bréfa Marels reyndist helsti örlagavaldur sjóðstjóra á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæplega 27 prósent á árinu 2022. 

Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent.


Tengdar fréttir

Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða

Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum.

Héldu áfram að selja í verðbréfasjóðum þrátt fyrir hækkanir á mörkuðum

Hreinar innlausnir fjárfesta í innlendum verðbréfasjóðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2022 nema samanlagt yfir 37 milljarðar króna á tímabili sem hefur einkennst af mikilli óvissu og hræringum á mörkuðum um allan heim. Ekkert lát var á útflæðinu í nóvember, meðal annars í hlutabréfasjóðum, sem hafa skroppið saman um 30 milljarða frá því í ársbyrjun 2022.

Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta

Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×