„Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2023 19:15 Sóttvarnalæknir segir óljóst hvert ástandið sé í Kína þegar kemur að faraldrinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira