Íslenski boltinn

Nýliðar HK ná sér í 22 marka mann úr 4. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atla Þór Jónasson hoppar upp um fjórar deildir og reynir fyrir sér í Bestu deildinni á komandi sumri.
Atla Þór Jónasson hoppar upp um fjórar deildir og reynir fyrir sér í Bestu deildinni á komandi sumri. Instagram/@hk.fotbolti

Atli er frábær viðbót í sterkt HK lið segir á miðlum HK-liðsins sem býður hann hjartanlega velkominn til félagsins.

HK er aftur komið upp í efstu deild karla í fótbolta eftir eins árs fjarveru og Kópavogsliðið spilar þvi í Bestu deild karla í sumar.

HK-ingar eru að styrkja liðið fyrir sumarið og tilkynntu að þeir hafi gert tveggja ára samning við Hvergerðinginn Atla Þór Jónasson.

Atla Þór kemur frá Hamri og gerir samning við HK út árið 2024.

Atla Þór er tuttugu ára sóknarmaður sem skoraði 22 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Atli skoraði 17 mörk í 14 leikjum í 4. deildinni og 5 mörk í 3 leikjum í C-deild Lengjubikarsins.

Álafoss átti í sérstökum vandræðum með strákinn en Atli skoraði sjö mörk í tveimur leikjum á móti Álafossliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×