Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 07:01 Þórarinn Ævarsson naut mikillar lýðhylli þegar hann stýrði IKEA, var afgerandi í tali um að vöruverð þyrfti ekki að vera í hæstu hæðum og aflaði sér að sama skapi óvina. Það hlakkaði því í mörgum þegar hann þurfti að gefast upp með nýjan veitingastað sinn Spaðann. vísir/vilhelm Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. Saga Þórarins er mögnuð. Hann er sér fyllilega meðvitaður um að með því að segja sögu sína opinberlega sé hann meðal annars að tala inn í hóp sem hefur stæka fordóma gagnvart hugvíkkandi efnum, enda hér um ólöglegt fyrirbæri að ræða. Og hann kannski ekki að auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stimpla sig inn sem einhvern sveppakall í hugum fólks. En Þórarinn er jafn viss um að eftir ár eða svo þá verði sú afstaða almennings gerbreytt. Með aukinni og markvissri fræðslu. Og þá muni það að leggja þessi spil á borðið ekki þykja neitt tiltökumál. Þórarinn segir að það komi eflaust ýmsum spánskt fyrir sjónir að það sé ekki hippi á stuttbuxum sem tali fyrir gagnsemi hugvíkkandi efna heldur maður sem þekktur er úr viðskiptalífinu. En að sama skapi mikilvægt að segja af þessari reynslu, því hér sé kostur sem óumdeilanlega geti hjálpað mörgum út úr óbærilegum aðstæðum – það sé nánast siðferðileg skylda sín að tala. Slæm og langvarandi höfuðverkjaköst Vísir settist niður með Þórarni en þó ekki yfir kaffibolla. „Ég hætti í kaffinu í lok nóvember. Ég er að taka líf mitt í gegn. Ég hætti að drekka áfengi 1. febrúar í fyrra. Ætlaði mér að taka edrúar en það lengdist og eru nú orðnir 11 mánuðir án áfengis. Ég er svo helvíti þrár.“ Sá skapgerðareiginleiki hefur sína kosti og sína galla eins og kemur á daginn. Saga Þórarins notkun hans á hugvíkkandi efnum á sér langan aðdraganda. Og þar fléttast nokkrar frásagnir sem tengjast saman. „Þannig var að fyrir tuttugu árum fékk ég heilablóðfall, það sprakk gúll í heilanum. Til eru þrennskonar heilablóðföll, það stíflast æð (blóðtappi), rofnar æð eða slagæð eða það myndast blaðra. Þú finnur ekki fyrir neinu, svo allt í einu springur þetta. Í mínu tilfelli við kynlíf,“ segir Þórarinn og kímir. Þórarinn segist vera þrjóskur maður og það getur verið bæði kostur og svo galli eins og saga hans sýnir.vísir/vilhelm Þegar svo er þarf blóðið að geta fundið sér stað til að koma sér fyrir á. Þórarinn var drifinn beint í aðgerð og hann segist hafa verið heppinn. Hann hlaut engan varanlegan skaða eins og lamast að hluta og hann hélt vitsmunum. „Ég fór í allskonar prufur og funkeraði en hef síðustu tuttugu árin verið að glíma við höfuðverki sem hafa farið versnandi á síðustu árum. Það hafa komið upp slæm tímabil og þetta hefur litað líf mitt. Ég hef aldrei getað farið neitt, í veiði eða annað nema hafa lyfjabúr með mér og var stundum ælandi af hausverk þegar þetta var sem verst.“ Ibúfen og Parkódín Forte hætt að virka á verkinn Þórarinn segir að hann hafi reynt að finna út úr því hvað olli þessu en hann hafi ekki getað tengt það við neyslu áfengis, eða mataræði né neitt annað. „Og þetta var ekki verra en svo að ég gat stýrt IKEA í 13 ár.“ Það var á þeim tíma lífs hans sem Þórarinn vakti þjóðarathygli og naut á löngum tíma verulegrar lýðhylli. „Já, ég gerði mig gildandi og hafði uppi prinsipp sem ég hef hangið á, varðandi verðlagningu og hvernig við komum fram við fólk,“ segir Þórarinn. Og á honum að skilja að þeir séu nú kannski ekki allir í viðskiptum sem hafi það sem útgangspunkt án þess að fara neitt nánar út í þá sálma. En höfuðverkjaköstin fóru versnandi og Þórarinn ákvað að eigin frumkvæði að hætta hjá IKEA og stofna veitingahúsakeðju, Spaðann. Hugmyndin var meðal annars sú að bjóða uppá pítsur á lægra verði en áður hafi þekkst. Þórarinn segir sig og samverkamenn hans hafa verið óheppna, þeir opnuðu í miðju Covid-fári. Og höfuðverkjaköstin versnuðu. Þórarinn segir að annus horriblis sé nú að baki. Hann segir meðferð með hjálp hugvíkkandi efna hafi hreinlega bjargað lífi sínu.vísir/vilhelm „Um áramót 2020-2021 fæ ég höfuðverkjakast sem byrjaði í janúar og stóð yfir án afláts fram að verslunarmannahelgi eða í sjö mánuði. Ég var búinn að vera á allskonar lyfjum. Þekktri blöndu af Íbúfen og Parkódín Forte. Ég gat þá sofið en þetta var hætt að virka.“ Reksturinn gengur illa og þunglyndi gerir vart við sig Þórarinn leitaði þá sem oftar til læknis sem gaf honum á endanum oxycontin-lyf. Það virkaði ekki heldur, hann var með stöðugan verk. „Það sem þá gerist er að geðið fór að síga, ég var mér meðvitaður um að það var að leggjast yfir mig þunglyndi. Ég hafði ekki verið þunglyndur og ég skammast mín ekkert fyrir að nefna þetta. Þunglyndi er bara sjúkdómur eins og hver annar.“ Þórarinn hafði verið með samfelldan höfuðverk í sjö mánuði en hékk í voninni. Þetta hafði lagast áður nema nú fann hann að þunglyndi er að bætast við ástandið sem var ekki björgulegt fyrir. „Ég vaknaði um verslunarmannahelgina 2021 og enginn hausverkur! Ég var verkjalaus. Og var verkjalaus alveg fram að áramótum, en ég fann að þunglyndið er enn til staðar og gaf ekkert eftir. Ég var kominn ofan í einhverja holu og komst ekki uppúr henni aftur. Mér leið illa og á þessum tíma er grenjandi Covid og ég í geira sem varð fyrir hvað mestum búsifjum vegna faraldursins eða veitingabransanum. Það voru endalausar áhyggjur. Það gekk ekki vel, fyrirtækið farið að ganga verr en átti að gera, ekkert virkaði. Ég átti þá að baki langan gifturíkan feril í þessum geira, kann öll þessi trix sem áttu að virka en án árangurs. Þetta hafði áhrif á sinnið hjá mér.“ Fer að leita í Oxycontin Þannig var staðan um áramótin síðustu. Þórarinn þungur í sinni en verkjalaus. „Þá kom gamalkunni verkurinn aftur, enn er Covid, allt að fara til helvítis, ég verkjaður og það bætir í þunglyndið. Ég fer í gömlu verkfærakistuna mína, parkódín forte og þessi efni sem ég hafði notað. Gróf upp oxy-bréf sem ég átti, tek það sem ekki slær á verkinn en mér fannst ég verða heldur léttari í sinni fyrir vikið.“ Oxycontin verður þannig það sem Þórarinn fer að leita í. „Drug of choice“ eins og þar stendur. Hann fer að taka litla skammta samkvæmt læknisráði. En í byrjun síðasta árs, í febrúar og mars, þyngist stöðugt róðurinn. „Geðið þyngist, ég er alltaf verkjaður. Enn er Covid og stöðugur niðurgangur með viðskiptin. Ég var að sjá að þetta Spaða-dæmi var ekki að virka hjá mér. Þórarinn segir mikla skömm hafi fylgt því þegar fyrir lá að rekstur Spaðans var ekki að ganga upp.vísir/vilhelm Ég var alltaf að bíða eftir því að Covid-fárinu ljúki en ég var ekki að átta mig á því að ég var að starfa á 80 prósent afköstum miðað við áður; verkjaður og mér leið illa. Ég var ekki að tengja við hvað var að gerast. Ég var í mikilli vanlíðan og farinn að taka meira af „oxy“ en ég hafði gert; í stað þriggja taflna var ég kominn í fimm. Ég var orðinn mjög þungur, fór til læknis og útskýrði fyrir honum að ég sé farinn að hafa áhyggjur af því að ég sé að missa tökin á oxy-neyslunni.“ Apótekarinn hættur að spyrja um skilríki Þetta var í mars. Þórarinn sá þá þættina Dopesick með Michael Keaton, sem fjalla um ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum, þar sem venjulegt fólk ánetjast þessu efni með hörmulegum afleiðingum. Það runnu tvær grímur á Þórarin. „Ég lýsti þessu fyrir lækninum. Þá var ávísað á mig Sobril, sem er kvíðastillandi lyf og mér fannst virka vel. Ég var orðinn fastagestur í apótekinu og farinn að taka út stóra skammta af lyfjum. Apótekarinn var hættur að spyrja um skilríki. Sem er ekki góðs viti.“ Þórarinn segir að þarna á vormánuðum hafi hann verið kominn á verulega vondan stað. Hann var í mikilli neyslu á oxycontyn og farinn að nota þetta róandi lyf líka. Líðanin verður hins vegar bara verri og verri. „Á sama tíma var ég að fylgjast með dauðastríði bestu vinkonu dóttur minnar, sem var með krabbamein í heila, blessunin. Þetta var skelfilegt en um er að ræða nágranna okkar í Kópavogi og vinafólk sem við höfum þekkt í tuttugu ár. Eins og allir vita sem eiga börn þá er þetta versta tilfinning sem hægt er að hugsa sér. Það þyrmdi yfir mig, ég tók þetta svo inná mig.“ Hið skelfilega LSD Þórarinn gerir nú hlé á þessari frásögn þróunar líðan sinnar, staldrar við og segir af því að hann hafi sumarið 2021 komist að því að aðili sér nátengdur hafi verið að fikta við LSD. „Ég kom að máli við viðkomandi og spurði hvort hann væri orðinn algerlega ga ga? Þetta sé stórhættulegt efni. Menn sem noti það stökkvi fram af húsum, hendi börnum í örbylgjuofna og svona þetta helsta sem minni kynslóð var kennt um LSD. Þetta væri það allra versta. Blaðamaðurinn með kaffi og Þórarinn með te. Hann er nú að endurskoða líf sitt og taka út öll skaðleg efni. Hann hvorki reykir né drekkur og kaffineyslan er komin á ís.vísir/vilhelm Hann segir mér að þetta séu kolrangar upplýsingar sem ég byggi á. Stóð fastur fyrir og á sínu. Segir mér að ég verði að kynna mér þetta betur, að þetta væri efni sem ekki sé ánetjandi. Það væri ef til vill hægt að ánetjast einhverjum lífsstíl sem menn tengja við LSD en ekki efninu sjálfu. Þetta sé ekki fíkn, ekki líkamlega ánetjandi heldur ferðalag. Ekki víma sem veiti vellíðan eins og til dæmis viskískot geri.“ Þórarinn segir að hann hafi alla tíð látið allt sem kallast eiturlyf algerlega vera. Hann hafi ekki svo mikið sem tekið einn smók af marijuana. Og þetta voru algerlega nýjar upplýsingar í hans eyru. Sjálfsvígshugsanir taka yfir „Allaveganna veit ég þetta um mitt ár 2021, að ofskynjunarefni séu kannski ekki eins slæm og ég hafði talið. Nema ég fer að ræða við amerískan lækni, vin minn, um þessi heilsumál mín. Sagði viðkomandi að ég væri orðinn svo þungur á sinninu að mig langaði ekki að lifa lengur. Aðeins þeir sem hafa verið verkjaðir eins lengi og ég skilja þvílíkt helvíti það er. Ég vildi fara, mér leið ömurlega illa og það sem hélt mér gangandi var yndisleg konan mín og börnin. Einu skiptin sem mér leið sæmilega vel var þegar ég var sofandi.“ Þórarinn á fjögur börn, þrjú sem búa hjá honum og eiginkonu hans og svo er ein uppkomin sem býr erlendis. „Tilhugsunin um þau var það eina sem stoppaði mig, því vanlíðanin var svo ofboðslega mikil.“ Þórarinn segir að hann hafi alla tíð haft mikla samúð með geðsjúkum og þegar hann til dæmis hafi verið framkvæmdastjóri IKEA þá hafi hann ekki styrkt Barnaspítala Hringsins eins og flestir heldur Klepp. „Sem enginn vill hjálpa. Þar er afskiptur hópur sem langt er kominn í geðsjúkdómum, lífið orðið algjört helvíti. Og í mars/apríl á síðasta ári finnst mér ég orðinn veikur á geði. Þunglyndi er geðsjúkdómur. Ég var fastur í neikvæðum hugsunum. Þórarinn var kominn á afar slæman stað. Svo rammt kvað að þunglyndinu að sjálfsvígshugsanir yfirskyggðu allt.vísir/vilhelm Ég á yndislega fjölskyldu en maður sér bara svart svart svart, allt ömurlegt og svo fylgdi öllu þessu mikil skömm. Fyrirtækið var ekki að gera sig sem mér þótti skammarlegt. Ég vissi að margir myndu fyllast Þórðargleði vegna þess. Ég á alveg slatta af óvinum og ég vissi að það myndi hlakka í mörgum. En mitt konsept var að bjóða ódýrari mat sem fór ekkert vel í alla í geiranum. Ég skammaðist mín óheyrilega fyrir að vera orðinn háður oxycontin… mér leið bara brjálæðislega illa.“ Prófar sveppi og MDMA Þórarinn lýsti þessari stöðu fyrir vini sínum hinum ameríska lækni og þeim hugleiðingum sínum hvernig best væri að ljúka þessu. „Já, hvernig best væri að stúta mér. Það eru ógeðslegar hugsanir sem leita á mann, þær eru með dagskrárvaldið og ég fastur í hjólfari sem ég komst ekki út úr. Ég gat legið andvaka og hugsað um eitthvað minniháttarmál sem óx í meiriháttar óyfirstíganlegt vandamál í huga mínum, tók algerlega yfir.“ Vinur hans læknirinn sá sem var að Þórarinn átti við verulega alvarlegt þunglyndi að stríða. „Þú verður að fara á „sækadellikks“, sagði hann. Þú verður að fara á sveppi. Hann var með einhverja reynslu af slíku, ekki þó mikla, en ég var alveg tilbúinn til að reyna hvað sem var. Og opinn fyrir því, móttækilegur. Ég hafði kynnt mér þessi mál og vissi að þessi efni höfðu unnið kraftaverk fyrir þunglyndissjúklinga.“ Þórarinn fór heim til viðkomandi, en umræddur maður er með annan fótinn á Íslandi. „Hann gaf mér lítilræði af þessum sveppum og MDMA eða ecstasy, sem er mikið notað í þeim tilgangi að hjálpa fólki. Ég fór á smá ferðalag. En mér fannst þetta sérstakt, að vera að brjóta lög með því að taka efni sem eru ólögleg.“ Neyslan verður stjórnlaus Þórarinn lýsir því svo að þó hann hafi talið sig móttækilegan þá hafi hann ekki verið það þegar á hólminn var komið. Ekki þá. Ýmislegt stóð í vegi. „Við erum öll með innri varnir, egóið okkar, atriði sem lífið hefur mótað, eitthvað sem virkaði þegar maður var fimmtán ára og maður heldur í en virkar ekkert endilega þegar maður er orðinn eldri. Allt þetta er að þvælast fyrir okkur; hégómagirnd. Mitt særða egó. Mér leið ofboðslega illa yfir því að fyrirtækið mitt væri ekki að ganga upp. Þó ég vissi það vel að til dæmis í Bandaríkjunum þykir það hreinlega plús að menn fari á hausinn, helst þrisvar, því þú lærir svo mikið af því.“ Þórarinn segir að hann hafi ekki komist langt með að finna lausnir við sínum vanda. En honum leið þó betur og þeir ákváðu að hittast aftur. Og Þórarinn fór til hans allt í allt í fjögur skipti. En eitt og annað aftraði því að árangur náist. „Í millitíðinni gerist það að þessi blessuð stúlka sem ég minntist á áður, hún deyr. Missirinn var mikið högg fyrir samfélagið og aðstandendur. Mikill harmleikur. Mér þykir afskaplega vænt um börnin mín og þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég var fullur vonbrigða vegna þess að meðferðin var ekki að ná tilætluðum árangri og ég var búinn að tapa tökunum á oxycontin-neyslunni, ég var farinn að taka alltof mikið af því og í lok aprílmánaðar var þetta orðin stjórnlaus neysla.“ Fer í fráhvörf í miðju ferðalagi Þórarinn segir það merkilegt hversu hratt það gerist að hann missi alla stjórn á neyslunni. „Já. Það gerðist svakalega hratt. Ég náði ekki að sofa og menn verða náttúrlega kolvitlausir af því líka. Ég var farinn að vakna á nóttinni til að taka töflu. Vaknaði kannski klukkan þrjú að nóttu með klofinn hausinn og tók þá töflu, eina þegar ég vaknaði… Ég var að sogast í einhvern svelg og botninn er dauðinn og helvíti. Ég hafði misst alla stjórn, var kominn á skrítinn og vondan stað. Þetta gat ekki endað nema á einn hátt, að ég fari út í bílskúr og ljúki þessu.“ En svo togaði sá þanki að með því væri Þórarinn að gera sínum nánustu óleik, skilja eftir sig sviðna jörð. „Ég var þó fullur bjartsýni þegar ég fór í síðasta skipti til læknisins. Sagði honum að ég vilji stærri skammt til að brjóta niður varnir mínar. Stóran skammt af sveppum, en ég kemst hvorki lönd né strönd, það stendur eitthvað í vegi fyrir því að ég komist áleiðis. Í miðri meðferð fékk Þórarinn skelfileg oxy-fráhvörf; engdist eins og ormur á öngli.vísir/vilhelm Það er skrítið að lýsa þessu. En það var ekkert að gerast. Hann ákvað þá að bæta við skammtinn, meira af sveppum og MDMA, lokaatlögu við að reyna að hjálpa mér. Og þegar ég er í því „massatrippi“ fór ég í skelfileg oxycontín-fráhvörf. Ég lá í stólnum hjá þessum blessaða lækni og finn gríðarlega mikla vanlíðan; svitnaði svo mikið að það mátti vinda fötin mín og skalf eins og hrísla. Þetta var að fara illilega úrskeiðis, ég í heróín- eða oxíkontínfráhvörfum og iða þarna eins og ormur á öngli.“ Leggur spilin á borðið Þórarinn segir þetta hafa tekið á. Hann yfirgaf lækninn seinnipart dags 1. maí, gekk á fund konu sinnar og sagði henni alla sólarsöguna. „Hvernig ástandið er á mér en ég hafði náð að fela það vel. Við karlar af þessari kynslóð viljum bera harm okkar í hljóði. Maður er ekkert mikið í því að bera raunir sínar á torg. Hún var ekki búin að átta sig á því að ég var þá búinn að fara þrisvar í ólöglegar lækningaaðgerðir. En ég sagði henni sannleikann, ég væri í mikilli vanlíðan og vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr henni.“ Það síðasta sem læknirinn sagði við Þórarinn þegar hann fór frá honum var að hann þyrfti að komast til aðila sem Þórarinn kýs að kalla K. Sá sé með DMT. „Hvað er það? Ég var reynslulaus um þennan heim allan. En þetta sé það sterkasta. Hann sagði mér jafnframt að ég verði að reyna að trappa niður þessa fíkn, draga úr oxy-neyslunni smátt og smátt. Það þýði ekki að gera það í skyndingu. Og hann muni hjálpa mér. Með það sendi hann mig heim.“ DMT-pípan dregin fram En vanlíðanin var slík, vegna fráhvarfa að Þórarinn hringdi í lækninn strax þá um kvöldið og sagði honum að hann sé viðþolslaus, svo vond sé líðan hans. „Hann hringdi þá í þennan K fyrir mig, strax þarna 2. maí og fyrir tilviljun var laust hjá honum 3. maí klukkan níu að morgni, það hafði óvænt losnað pláss. Og þá hefst nýr kafli í mínu lífi.“ Þórarinn segir að K hafi verið ólíkt reyndari en hinn bandaríski læknir vinur hans, K hafi verið áratug að sýsla við hugvíkkandi efni. Svo mikill var innbyggður mótþrói og varnir Þórarins að það var ekki fyrr en með þriðju DMT-pípunni sem hann komst í gegn, eins og það heitir.vísir/vilhelm „Hann gaf mér pínulítið af svepp og lítilræði af MDMA. Hann var með aðra nálgun, var sjóaðri, en hann komst ekkert áfram með mig,“ segir Þórarinn og reynir að lýsa reynslu sinni sem er ekki auðvelt því það er ekki margt til að styðjast við úr raunheimum. Svolítið eins og að reyna að lýsa lykt. „Ég svíf þarna um eitthvað órætt herbergi og þar er stór sjónvarpsskjár og ég veit að á honum er svarið við því sem ég er að leita að. En ég fæ aldrei að sjá á helvítis skjáinn. Ég er í hálftíma að reyna að sjá hvað er á skjánum en mér er ekki leyft það. Leiðbeinandinn segir þá að nú þurfi að draga fram DMT-pípuna. Það efni er kristall, ekki ósvipað sykri. Það er svo brennt í einhverri glerpípu. Ég hafði aldrei notað neitt í líkingu við þetta. Ég reykti sterka smávindla á sínum tíma en þetta er einhver mesti viðbjóður sem ég hef reynt að koma ofan í mig.“ Steypuklumpur í öllu kviðarholinu Þórarinn segir að andlegt ástand sé beintengt hinu líkamlega. „Þegar manni líður illa andlega kemur það fram líkamlega líka. Mér fannst ég vera með stóran klett í kviðarholinu öllu. Þessu má kannski helst líkja við ástarsorg sem flestir þekkja; það er beinlínis líkamlega vont fyrir hjartað á manni – hjartasár. Mér fannst ég vera með steypuklump í öllu kviðarholinu. Ég var að ærast hjá þessum manni. Ég var búinn að fara í gegnum svo margt og mikið að gerast hjá mér.“ Þórarinn lýsir því svo, varðandi DMT, að þá þurfi að ná þremur smókum og halda þeim niðri. Þá og þannig ná menn almennilega í gegn, eins og það er orðað. „Þetta efni er allt öðruvísi en nokkuð annað, líkaminn þekkir þetta efni, það fyrirfinnst í öllum lífverum, og líkaminn er fljótur að brjóta það niður. Sagt er að LSD virki í átta til tólf tíma, en áhrif af DMT vara í tíu til tuttugu mínútur. Líkaminn á svo auðvelt með þetta efni, til að mynda í samanburði við áfengi sem fer í gegnum lifrina á þér og það tekur líkamann langan tíma að vinna úr því. Þetta er þekkt efni og hættulaust ef notað er rétt. Áhrifin koma þegar fram og þú ferð strax í ferðalag.“ Innbyggðar varnir Þórarins öflugar Þórarinn segir erfitt að lýsa því sem gerðist og segir enga tvo upplifa það sama. „Það má líkja þessu við að þér sé skotið úr fallbyssu. Ég fór strax í skelfileg átök. Í umhverfi þar sem takast á skynsemi og egó. Ég fann engu að síður að ég er með einhvers konar meðvitund, vissi enn af mér og var ósáttur við það. Hugsaði með mér að nú sé fokið í flest skjól. Ég er á sterkasta ofskynjunarefninu og enn með tengsl við raunveruleikann?!“ Þórarinn segir að reykurinn úr glerpípunni hafi verið einhver mesti viðbjóður sem hann hefur reynt að koma ofan í sig. Brenndi varir, tungu og háls. En hann gerði sitt gagn.vísir/vilhelm Þórarinn óttaðist á þessu stigi að hann muni ekki ná tilætluðum árangri. Til þess þurfi að sleppa tökunum algerlega. Hann segir sem dæmi að hann sé þeirrar gerðar að ekki sé hægt að dáleiða sig. Áhrifin af DMT-inu koma strax og menn eru jafn fljótir út úr þeim aftur. Ekkert millibilsástand. „Ég bið um aðra pípu og K segir mér að hann hafi aðeins einu sinni áður gefið manni tvær pípur. En ég finn að ég er að komast lengra en nokkru sinni áður. Og ég verði að halda áfram.“ Þórarinn segir að það sem hann upplifði hafi verið mjög sjónrænt. Sjónsviðið sé vítt og hann sjái það sem stóran skjá. En varnirnar sem hann hafði komið sér upp í gegnum tíðina eru sterkar. Alltaf þegar hann er við að nálgast einhver svör sé þeim ýtt út af skjánum. Og hann út úr ferðalaginu. Þvert á það sem hann vildi. Hann bað því um þriðju pípuna. Reykurinn brann í hálsi, vörum og tungu „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri síðasta hálmstráið. Ég hafði prófað fullt af þunglyndislyfjum, einar þrjár eða fjórar tegundir. Sem höfðu meðal annars þær afleiðingar að ég hafði engan áhuga samlífi með konunni minni. Og það var einfaldlega ekki í boði í mínu tilfelli. Maður verður að halda í sitt líbító eins lengi og maður getur. Ég á yndislega, fallega og góða konu og vil geta sinnt skyldum mínum.“ Þórarinn lýsir því svo að á þunglyndislyfjum verði lífið ein flatneskja og það virkaði bara alls ekki fyrir sig. Það var hreinlega ekki í boði að lifa þannig. „Svo ég bið um þriðju pípuna. Það er ofboðslega vont að reykja þetta. Reykurinn brann í hálsi, vörum og tungu, en ég náði að koma meiru niður en áður. Fyllti lungun í þrjú skipti og þá fann ég að þetta var allt öðruvísi. Ég fór inn í ferðalagið með öðrum formerkjum en áður.“ Sá sem Þórarinn kallar K sagði að loksins hafi hann verið algerlega slakur. Hann sá að Þórarinn var kominn í gegn, eins og þetta er kallað, inn í aðra vídd. Endurraðar öllu í kolli sínum „Ég var sem staddur í herbergi þar sem allt er svart. Ég sat á stól og andlit ástvina minna birtust mér hvert af öðru, öll öskrandi. Þetta var sterk og óþægileg tilfinning sem ég fór í gegnum. En skynjaði að ég væri að upplifa sársauka þeirra ef ég gengi til þess verks að stúta mér.“ Að sögn Þórarins breytist allt tímaskyn þegar hugvíkkandi efni eru notuð. „Tíu til fimmtán mínútur verða sem margir klukkutímar á ferðalaginu. Þetta var ofboðslega óþægilegt en ég skynjaði jafnframt í þessu ástandi að hugmyndin um að fyrirfara mér gufaði í burtu. Hún var ekki lengur í boði því ég áttaði mig á því hvað ég væri að gera ástvinum mínum með því. Þeirri hugmynd var alfarið ýtt í burtu og af borðinu sem möguleiki. Ég fékk ofboðslega sterkt inná mig hvað ég væri að gera öðrum með því.“ Næsta sem tekur við er að Þórarinn sér sjálfan sig sitja við hvítt og mikið borð. Þar eru kubbar, í líkingu við legókubba. „Og ég skynja að þar hafi ég tækifæri til að endurskipuleggja það hvernig heilinn í mér virkar. Ég hafði lesið mig mikið til um þetta, þessi efni og hvernig þetta virkar; hvernig ég hugsaði og að þessi efni gefi okkur tækifæri á að horfa á fyrirbærin frá öðru og nýju sjónarhorni. Þunglyndi virkar þannig að maður er fastur í tilteknu hugsunarferli. Það myndast nýjar tengibrautir í heilanum, hlutar heilans sem ekki hefur verið fært að tala saman geta það nú. Ég fann að ég fæ tækifæri til að endurraða í heila mínum.“ Hnúturinn í maganum hverfur Og Þórarinn lýsir því að þar og þá hafi hann einfaldlega ákveðið þrennt og það fór hann með sem möntru í huga sér. Einfaldlega: „Ég ætla að hætta að vera þunglyndur, ég ætla að hætta á oxy og ég hugsa betur um fjölskyldu mína. Ef þetta þrennt gengur eftir þá verður allt gott. Og þar sem ég ligg þarna og er að fara yfir þetta þá dregst steypuklumpurinn í maganum á mér saman. Ég var kominn úr þessari ferð, var að hugsa þetta og þá er sem hnúturinn sem ég hafði haft í maganum í 16 mánuði dragist saman og hverfi. Ég opnaði augun, horfi á meðferðaraðilann og segist halda að þunglyndi mitt sé farið. Hann segir mér að vera rólegur, það geti komið aftur, en þetta þurrkaðist algjörlega í burtu.“ Þórarinn segir að hann hafi trappað oxy-lyfjaneysluna niður í ekki neitt. Og hann segir að Sobril, kvíðastillandi lyfið sem hann hafi neytt sleitulaust í 90 daga í röð meðfram, sé algjör skelfing. „Ég tók alltaf meira og meira af því. Jordan Peterson, sálfræðingurinn þekkti, hann var háður þessum efnum og hefur greint frá því að það hafi tekið hann tvö ár að losna út úr þessu. Þetta er ekki minna mál en svo. En ég náði í gegn. Meðferðarþrátt þunglyndi er þegar lyf virka ekki á meinið. Fólk sem er á þessum lyfjum sem gangandi „zombies“. Það er aldrei ráðist að rótum vandans. Fólk er þunglyndislyfjum alla ævi, alltaf flatt en ég lít ekki á það sem lækningu,“ segir Þórarinn. Sem vill þó ekki meina að lyf geti ekki gert gagn þegar svo ber undir sé þeirra sé neytt í hófi. En þau séu hins vegar stórvarasöm. Hann talar af reynslu. Sjálfsniðurrifið og skömmin hverfur „Ég fór í nokkur skipti í viðbót og var þá með miklar væntingar. Næst þegar ég mætti, í maí, þá var ég ekki búinn að loka Spaðanum. Ég ætlaði mér þá bara að redda fyrirtækinu, finna gamla Tóta aftur, þennan sem bjó yfir endalausri starfsorku og gat breytt öllu í gull. En það tókst aldrei, ég var ekki þá að átta mig á því hvað hafði náðst í gegn og áunnist,“ segir Þórarinn. Hann lýsir því að þetta hafi ekki verið rétta hugarfarið. Það þýði ekki að fara inn í þetta með einhvern tiltekinn ásetning. Þórarinn segir að með hjálp hugvíkkandi efna hafi hann náð að losna frá þeirri áráttu að rífa sig niður, hann fyrirgaf sjálfum sér og losnaði við skömm sem er mikil frelsun.vísir/vilhelm „En fjórum eða fimm dögum seinna upplifði ég það að vera hættur að tæta mig niður eins og ég hafði gert. Ég hef verið minn eigin harðasti gagnrýnandi; hef ætíð rifið mig niður, drullað yfir sjálfan mig. Ég var í landsliðinu í að drulla yfir sjálfan mig. En ég var hættur þessu. Eftir eitt „sessíónið“ lærði ég að sætta mig við orðinn hlut og eftir aðra meðferð lærði ég að fyrirgefa sjálfum mér.“ Þórarinn segir að öll skiptin sem hann fór í meðferð þar sem aðstoð hugvíkkandi efna hafi hjálpað sér. „En ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna. Ég losnaði við alla skömm. Það er einhvern veginn þannig með okkur karlpeninginn að við eigum að skammast okkar fyrir allt sem á undan er gengið, vera móral yfir öllum andskotanum og skömm yfir öllum fjáranum. En nú er þetta allt farið sem er ótrúleg blessun.“ Skelfilegar afleiðingar þunglyndis Þórarinn segir að það þýði ekki að fara í slíka meðferð með fyrirframgefnar ætlanir. Forgangsröðin í lífinu breytist einfaldlega og til hins betra. „Ég hef oft öfundað kaþólikka, að geta bara farið í skriftarstólinn og beðið um fyrirgefningu. Farið þá með þrjár maríubænir og eru með hreina samvisku. Þetta er geggjað, miklu betra en að vera mótmælatrúar sem er algjör vitleysa. Við erum algjörir rostungar með þessi trúarbrögð okkar.“ Með öðrum orðum þá segir Þórarinn að reynsla sín af þessum meðferðum með hugvíkkandi efni hafi hreinlega bjargað sér úr öngstræti þar sem svartnættið eitt blasti við. „Aukaverkanir eru kærleikur og ást gagnvart samfélaginu. Ekki slæmt. Ég vil hjálpa öðrum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir þeim sem eru með geðræna erfiðleika og fundist þeir eiga sér fáa talsmenn. Þetta er afskiptur hópur. Eins og drengirnir í Englum alheimsins sem voru alls staðar búnir að koma sér út úr húsi. Á Íslandi eru yfir 50 þúsund manns að taka þunglyndislyf að staðaldri. Kostnaðurinn fyrir samfélagið er margþættur og birtist í vanlíðan og töpuðum afköstum. Á hverju ári eru 30-50 manns sem fyrirfara sér. Ég er gagnrýninn maður, hef aldrei verið í eiturlyfjum en fyrir mér er þetta ekki spurning.“ Siðferðilega rangt að þegja yfir þessu Þórarinn bendir á að nú standi fyrir dyrum mikil ráðstefna þar sem helstu kanónur heims í þessum fræðum séu væntanlegar. Heilbrigðisyfirvöld verði að opna augun fyrir þessum möguleika. Nú sé komið að þeim. Hann bendir jafnframt á mikilvægi hlutlægra rannsókna og það sem fram kemur í þáttunum „How to Change Your Mind“ með Michael Pollan, sem er einmitt væntanlegur á áðurnefnda ráðstefnu, að rannsóknir á hugvíkkandi efnum til gagns hafi verið jarðaðar í pólitískum tilgangi á sínum tíma. Röngum upplýsingum hafi beinlínis verið haldið að fólk, sem hentuðu Nixon og þeirri stefnu sem hann rak meðal annars í Víetnam-stríðinu. Efnin hafi ratað úr tilraunastofum og ekki vænlegt að ráðast í það að fá fólk til að fara í fjarlægt land og drepa mann og annan sem hafði kynnst hugvíkkandi efnum, ást og kærleika. En stríðið gegn fíkniefnum sé löngu tapað, það liggi fyrir og sú stefna sem rekin sé gagnist glæpagengjum einum. „Það hafa margir glaðst yfir því að ég hafi misstigið mig. En ég lít ekki svo á að ég hafi misstigið mig. Ég veiktist af þunglyndi og í kjölfarið fíknisjúkdómi. Stórfenglegt er að hægt sé að hjálpa fólki sem þjáist af áfallastreitaröskum, kvíða, þunglyndi, fíknisjúkdómum… Blessun. Ég fékk þessi bjargráð og það er siðferðislega rangt að þegja yfir því. Ég er ekki að ota eiturlyfjum að börnum. Þetta er eitthvað allt annað. Þú þarft að prófa þetta!“ Já, þú segir það. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hugvíkkandi efni Fíkn Geðheilbrigði Sveppir Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Saga Þórarins er mögnuð. Hann er sér fyllilega meðvitaður um að með því að segja sögu sína opinberlega sé hann meðal annars að tala inn í hóp sem hefur stæka fordóma gagnvart hugvíkkandi efnum, enda hér um ólöglegt fyrirbæri að ræða. Og hann kannski ekki að auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stimpla sig inn sem einhvern sveppakall í hugum fólks. En Þórarinn er jafn viss um að eftir ár eða svo þá verði sú afstaða almennings gerbreytt. Með aukinni og markvissri fræðslu. Og þá muni það að leggja þessi spil á borðið ekki þykja neitt tiltökumál. Þórarinn segir að það komi eflaust ýmsum spánskt fyrir sjónir að það sé ekki hippi á stuttbuxum sem tali fyrir gagnsemi hugvíkkandi efna heldur maður sem þekktur er úr viðskiptalífinu. En að sama skapi mikilvægt að segja af þessari reynslu, því hér sé kostur sem óumdeilanlega geti hjálpað mörgum út úr óbærilegum aðstæðum – það sé nánast siðferðileg skylda sín að tala. Slæm og langvarandi höfuðverkjaköst Vísir settist niður með Þórarni en þó ekki yfir kaffibolla. „Ég hætti í kaffinu í lok nóvember. Ég er að taka líf mitt í gegn. Ég hætti að drekka áfengi 1. febrúar í fyrra. Ætlaði mér að taka edrúar en það lengdist og eru nú orðnir 11 mánuðir án áfengis. Ég er svo helvíti þrár.“ Sá skapgerðareiginleiki hefur sína kosti og sína galla eins og kemur á daginn. Saga Þórarins notkun hans á hugvíkkandi efnum á sér langan aðdraganda. Og þar fléttast nokkrar frásagnir sem tengjast saman. „Þannig var að fyrir tuttugu árum fékk ég heilablóðfall, það sprakk gúll í heilanum. Til eru þrennskonar heilablóðföll, það stíflast æð (blóðtappi), rofnar æð eða slagæð eða það myndast blaðra. Þú finnur ekki fyrir neinu, svo allt í einu springur þetta. Í mínu tilfelli við kynlíf,“ segir Þórarinn og kímir. Þórarinn segist vera þrjóskur maður og það getur verið bæði kostur og svo galli eins og saga hans sýnir.vísir/vilhelm Þegar svo er þarf blóðið að geta fundið sér stað til að koma sér fyrir á. Þórarinn var drifinn beint í aðgerð og hann segist hafa verið heppinn. Hann hlaut engan varanlegan skaða eins og lamast að hluta og hann hélt vitsmunum. „Ég fór í allskonar prufur og funkeraði en hef síðustu tuttugu árin verið að glíma við höfuðverki sem hafa farið versnandi á síðustu árum. Það hafa komið upp slæm tímabil og þetta hefur litað líf mitt. Ég hef aldrei getað farið neitt, í veiði eða annað nema hafa lyfjabúr með mér og var stundum ælandi af hausverk þegar þetta var sem verst.“ Ibúfen og Parkódín Forte hætt að virka á verkinn Þórarinn segir að hann hafi reynt að finna út úr því hvað olli þessu en hann hafi ekki getað tengt það við neyslu áfengis, eða mataræði né neitt annað. „Og þetta var ekki verra en svo að ég gat stýrt IKEA í 13 ár.“ Það var á þeim tíma lífs hans sem Þórarinn vakti þjóðarathygli og naut á löngum tíma verulegrar lýðhylli. „Já, ég gerði mig gildandi og hafði uppi prinsipp sem ég hef hangið á, varðandi verðlagningu og hvernig við komum fram við fólk,“ segir Þórarinn. Og á honum að skilja að þeir séu nú kannski ekki allir í viðskiptum sem hafi það sem útgangspunkt án þess að fara neitt nánar út í þá sálma. En höfuðverkjaköstin fóru versnandi og Þórarinn ákvað að eigin frumkvæði að hætta hjá IKEA og stofna veitingahúsakeðju, Spaðann. Hugmyndin var meðal annars sú að bjóða uppá pítsur á lægra verði en áður hafi þekkst. Þórarinn segir sig og samverkamenn hans hafa verið óheppna, þeir opnuðu í miðju Covid-fári. Og höfuðverkjaköstin versnuðu. Þórarinn segir að annus horriblis sé nú að baki. Hann segir meðferð með hjálp hugvíkkandi efna hafi hreinlega bjargað lífi sínu.vísir/vilhelm „Um áramót 2020-2021 fæ ég höfuðverkjakast sem byrjaði í janúar og stóð yfir án afláts fram að verslunarmannahelgi eða í sjö mánuði. Ég var búinn að vera á allskonar lyfjum. Þekktri blöndu af Íbúfen og Parkódín Forte. Ég gat þá sofið en þetta var hætt að virka.“ Reksturinn gengur illa og þunglyndi gerir vart við sig Þórarinn leitaði þá sem oftar til læknis sem gaf honum á endanum oxycontin-lyf. Það virkaði ekki heldur, hann var með stöðugan verk. „Það sem þá gerist er að geðið fór að síga, ég var mér meðvitaður um að það var að leggjast yfir mig þunglyndi. Ég hafði ekki verið þunglyndur og ég skammast mín ekkert fyrir að nefna þetta. Þunglyndi er bara sjúkdómur eins og hver annar.“ Þórarinn hafði verið með samfelldan höfuðverk í sjö mánuði en hékk í voninni. Þetta hafði lagast áður nema nú fann hann að þunglyndi er að bætast við ástandið sem var ekki björgulegt fyrir. „Ég vaknaði um verslunarmannahelgina 2021 og enginn hausverkur! Ég var verkjalaus. Og var verkjalaus alveg fram að áramótum, en ég fann að þunglyndið er enn til staðar og gaf ekkert eftir. Ég var kominn ofan í einhverja holu og komst ekki uppúr henni aftur. Mér leið illa og á þessum tíma er grenjandi Covid og ég í geira sem varð fyrir hvað mestum búsifjum vegna faraldursins eða veitingabransanum. Það voru endalausar áhyggjur. Það gekk ekki vel, fyrirtækið farið að ganga verr en átti að gera, ekkert virkaði. Ég átti þá að baki langan gifturíkan feril í þessum geira, kann öll þessi trix sem áttu að virka en án árangurs. Þetta hafði áhrif á sinnið hjá mér.“ Fer að leita í Oxycontin Þannig var staðan um áramótin síðustu. Þórarinn þungur í sinni en verkjalaus. „Þá kom gamalkunni verkurinn aftur, enn er Covid, allt að fara til helvítis, ég verkjaður og það bætir í þunglyndið. Ég fer í gömlu verkfærakistuna mína, parkódín forte og þessi efni sem ég hafði notað. Gróf upp oxy-bréf sem ég átti, tek það sem ekki slær á verkinn en mér fannst ég verða heldur léttari í sinni fyrir vikið.“ Oxycontin verður þannig það sem Þórarinn fer að leita í. „Drug of choice“ eins og þar stendur. Hann fer að taka litla skammta samkvæmt læknisráði. En í byrjun síðasta árs, í febrúar og mars, þyngist stöðugt róðurinn. „Geðið þyngist, ég er alltaf verkjaður. Enn er Covid og stöðugur niðurgangur með viðskiptin. Ég var að sjá að þetta Spaða-dæmi var ekki að virka hjá mér. Þórarinn segir mikla skömm hafi fylgt því þegar fyrir lá að rekstur Spaðans var ekki að ganga upp.vísir/vilhelm Ég var alltaf að bíða eftir því að Covid-fárinu ljúki en ég var ekki að átta mig á því að ég var að starfa á 80 prósent afköstum miðað við áður; verkjaður og mér leið illa. Ég var ekki að tengja við hvað var að gerast. Ég var í mikilli vanlíðan og farinn að taka meira af „oxy“ en ég hafði gert; í stað þriggja taflna var ég kominn í fimm. Ég var orðinn mjög þungur, fór til læknis og útskýrði fyrir honum að ég sé farinn að hafa áhyggjur af því að ég sé að missa tökin á oxy-neyslunni.“ Apótekarinn hættur að spyrja um skilríki Þetta var í mars. Þórarinn sá þá þættina Dopesick með Michael Keaton, sem fjalla um ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum, þar sem venjulegt fólk ánetjast þessu efni með hörmulegum afleiðingum. Það runnu tvær grímur á Þórarin. „Ég lýsti þessu fyrir lækninum. Þá var ávísað á mig Sobril, sem er kvíðastillandi lyf og mér fannst virka vel. Ég var orðinn fastagestur í apótekinu og farinn að taka út stóra skammta af lyfjum. Apótekarinn var hættur að spyrja um skilríki. Sem er ekki góðs viti.“ Þórarinn segir að þarna á vormánuðum hafi hann verið kominn á verulega vondan stað. Hann var í mikilli neyslu á oxycontyn og farinn að nota þetta róandi lyf líka. Líðanin verður hins vegar bara verri og verri. „Á sama tíma var ég að fylgjast með dauðastríði bestu vinkonu dóttur minnar, sem var með krabbamein í heila, blessunin. Þetta var skelfilegt en um er að ræða nágranna okkar í Kópavogi og vinafólk sem við höfum þekkt í tuttugu ár. Eins og allir vita sem eiga börn þá er þetta versta tilfinning sem hægt er að hugsa sér. Það þyrmdi yfir mig, ég tók þetta svo inná mig.“ Hið skelfilega LSD Þórarinn gerir nú hlé á þessari frásögn þróunar líðan sinnar, staldrar við og segir af því að hann hafi sumarið 2021 komist að því að aðili sér nátengdur hafi verið að fikta við LSD. „Ég kom að máli við viðkomandi og spurði hvort hann væri orðinn algerlega ga ga? Þetta sé stórhættulegt efni. Menn sem noti það stökkvi fram af húsum, hendi börnum í örbylgjuofna og svona þetta helsta sem minni kynslóð var kennt um LSD. Þetta væri það allra versta. Blaðamaðurinn með kaffi og Þórarinn með te. Hann er nú að endurskoða líf sitt og taka út öll skaðleg efni. Hann hvorki reykir né drekkur og kaffineyslan er komin á ís.vísir/vilhelm Hann segir mér að þetta séu kolrangar upplýsingar sem ég byggi á. Stóð fastur fyrir og á sínu. Segir mér að ég verði að kynna mér þetta betur, að þetta væri efni sem ekki sé ánetjandi. Það væri ef til vill hægt að ánetjast einhverjum lífsstíl sem menn tengja við LSD en ekki efninu sjálfu. Þetta sé ekki fíkn, ekki líkamlega ánetjandi heldur ferðalag. Ekki víma sem veiti vellíðan eins og til dæmis viskískot geri.“ Þórarinn segir að hann hafi alla tíð látið allt sem kallast eiturlyf algerlega vera. Hann hafi ekki svo mikið sem tekið einn smók af marijuana. Og þetta voru algerlega nýjar upplýsingar í hans eyru. Sjálfsvígshugsanir taka yfir „Allaveganna veit ég þetta um mitt ár 2021, að ofskynjunarefni séu kannski ekki eins slæm og ég hafði talið. Nema ég fer að ræða við amerískan lækni, vin minn, um þessi heilsumál mín. Sagði viðkomandi að ég væri orðinn svo þungur á sinninu að mig langaði ekki að lifa lengur. Aðeins þeir sem hafa verið verkjaðir eins lengi og ég skilja þvílíkt helvíti það er. Ég vildi fara, mér leið ömurlega illa og það sem hélt mér gangandi var yndisleg konan mín og börnin. Einu skiptin sem mér leið sæmilega vel var þegar ég var sofandi.“ Þórarinn á fjögur börn, þrjú sem búa hjá honum og eiginkonu hans og svo er ein uppkomin sem býr erlendis. „Tilhugsunin um þau var það eina sem stoppaði mig, því vanlíðanin var svo ofboðslega mikil.“ Þórarinn segir að hann hafi alla tíð haft mikla samúð með geðsjúkum og þegar hann til dæmis hafi verið framkvæmdastjóri IKEA þá hafi hann ekki styrkt Barnaspítala Hringsins eins og flestir heldur Klepp. „Sem enginn vill hjálpa. Þar er afskiptur hópur sem langt er kominn í geðsjúkdómum, lífið orðið algjört helvíti. Og í mars/apríl á síðasta ári finnst mér ég orðinn veikur á geði. Þunglyndi er geðsjúkdómur. Ég var fastur í neikvæðum hugsunum. Þórarinn var kominn á afar slæman stað. Svo rammt kvað að þunglyndinu að sjálfsvígshugsanir yfirskyggðu allt.vísir/vilhelm Ég á yndislega fjölskyldu en maður sér bara svart svart svart, allt ömurlegt og svo fylgdi öllu þessu mikil skömm. Fyrirtækið var ekki að gera sig sem mér þótti skammarlegt. Ég vissi að margir myndu fyllast Þórðargleði vegna þess. Ég á alveg slatta af óvinum og ég vissi að það myndi hlakka í mörgum. En mitt konsept var að bjóða ódýrari mat sem fór ekkert vel í alla í geiranum. Ég skammaðist mín óheyrilega fyrir að vera orðinn háður oxycontin… mér leið bara brjálæðislega illa.“ Prófar sveppi og MDMA Þórarinn lýsti þessari stöðu fyrir vini sínum hinum ameríska lækni og þeim hugleiðingum sínum hvernig best væri að ljúka þessu. „Já, hvernig best væri að stúta mér. Það eru ógeðslegar hugsanir sem leita á mann, þær eru með dagskrárvaldið og ég fastur í hjólfari sem ég komst ekki út úr. Ég gat legið andvaka og hugsað um eitthvað minniháttarmál sem óx í meiriháttar óyfirstíganlegt vandamál í huga mínum, tók algerlega yfir.“ Vinur hans læknirinn sá sem var að Þórarinn átti við verulega alvarlegt þunglyndi að stríða. „Þú verður að fara á „sækadellikks“, sagði hann. Þú verður að fara á sveppi. Hann var með einhverja reynslu af slíku, ekki þó mikla, en ég var alveg tilbúinn til að reyna hvað sem var. Og opinn fyrir því, móttækilegur. Ég hafði kynnt mér þessi mál og vissi að þessi efni höfðu unnið kraftaverk fyrir þunglyndissjúklinga.“ Þórarinn fór heim til viðkomandi, en umræddur maður er með annan fótinn á Íslandi. „Hann gaf mér lítilræði af þessum sveppum og MDMA eða ecstasy, sem er mikið notað í þeim tilgangi að hjálpa fólki. Ég fór á smá ferðalag. En mér fannst þetta sérstakt, að vera að brjóta lög með því að taka efni sem eru ólögleg.“ Neyslan verður stjórnlaus Þórarinn lýsir því svo að þó hann hafi talið sig móttækilegan þá hafi hann ekki verið það þegar á hólminn var komið. Ekki þá. Ýmislegt stóð í vegi. „Við erum öll með innri varnir, egóið okkar, atriði sem lífið hefur mótað, eitthvað sem virkaði þegar maður var fimmtán ára og maður heldur í en virkar ekkert endilega þegar maður er orðinn eldri. Allt þetta er að þvælast fyrir okkur; hégómagirnd. Mitt særða egó. Mér leið ofboðslega illa yfir því að fyrirtækið mitt væri ekki að ganga upp. Þó ég vissi það vel að til dæmis í Bandaríkjunum þykir það hreinlega plús að menn fari á hausinn, helst þrisvar, því þú lærir svo mikið af því.“ Þórarinn segir að hann hafi ekki komist langt með að finna lausnir við sínum vanda. En honum leið þó betur og þeir ákváðu að hittast aftur. Og Þórarinn fór til hans allt í allt í fjögur skipti. En eitt og annað aftraði því að árangur náist. „Í millitíðinni gerist það að þessi blessuð stúlka sem ég minntist á áður, hún deyr. Missirinn var mikið högg fyrir samfélagið og aðstandendur. Mikill harmleikur. Mér þykir afskaplega vænt um börnin mín og þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég var fullur vonbrigða vegna þess að meðferðin var ekki að ná tilætluðum árangri og ég var búinn að tapa tökunum á oxycontin-neyslunni, ég var farinn að taka alltof mikið af því og í lok aprílmánaðar var þetta orðin stjórnlaus neysla.“ Fer í fráhvörf í miðju ferðalagi Þórarinn segir það merkilegt hversu hratt það gerist að hann missi alla stjórn á neyslunni. „Já. Það gerðist svakalega hratt. Ég náði ekki að sofa og menn verða náttúrlega kolvitlausir af því líka. Ég var farinn að vakna á nóttinni til að taka töflu. Vaknaði kannski klukkan þrjú að nóttu með klofinn hausinn og tók þá töflu, eina þegar ég vaknaði… Ég var að sogast í einhvern svelg og botninn er dauðinn og helvíti. Ég hafði misst alla stjórn, var kominn á skrítinn og vondan stað. Þetta gat ekki endað nema á einn hátt, að ég fari út í bílskúr og ljúki þessu.“ En svo togaði sá þanki að með því væri Þórarinn að gera sínum nánustu óleik, skilja eftir sig sviðna jörð. „Ég var þó fullur bjartsýni þegar ég fór í síðasta skipti til læknisins. Sagði honum að ég vilji stærri skammt til að brjóta niður varnir mínar. Stóran skammt af sveppum, en ég kemst hvorki lönd né strönd, það stendur eitthvað í vegi fyrir því að ég komist áleiðis. Í miðri meðferð fékk Þórarinn skelfileg oxy-fráhvörf; engdist eins og ormur á öngli.vísir/vilhelm Það er skrítið að lýsa þessu. En það var ekkert að gerast. Hann ákvað þá að bæta við skammtinn, meira af sveppum og MDMA, lokaatlögu við að reyna að hjálpa mér. Og þegar ég er í því „massatrippi“ fór ég í skelfileg oxycontín-fráhvörf. Ég lá í stólnum hjá þessum blessaða lækni og finn gríðarlega mikla vanlíðan; svitnaði svo mikið að það mátti vinda fötin mín og skalf eins og hrísla. Þetta var að fara illilega úrskeiðis, ég í heróín- eða oxíkontínfráhvörfum og iða þarna eins og ormur á öngli.“ Leggur spilin á borðið Þórarinn segir þetta hafa tekið á. Hann yfirgaf lækninn seinnipart dags 1. maí, gekk á fund konu sinnar og sagði henni alla sólarsöguna. „Hvernig ástandið er á mér en ég hafði náð að fela það vel. Við karlar af þessari kynslóð viljum bera harm okkar í hljóði. Maður er ekkert mikið í því að bera raunir sínar á torg. Hún var ekki búin að átta sig á því að ég var þá búinn að fara þrisvar í ólöglegar lækningaaðgerðir. En ég sagði henni sannleikann, ég væri í mikilli vanlíðan og vissi ekki hvernig ég ætti að komast út úr henni.“ Það síðasta sem læknirinn sagði við Þórarinn þegar hann fór frá honum var að hann þyrfti að komast til aðila sem Þórarinn kýs að kalla K. Sá sé með DMT. „Hvað er það? Ég var reynslulaus um þennan heim allan. En þetta sé það sterkasta. Hann sagði mér jafnframt að ég verði að reyna að trappa niður þessa fíkn, draga úr oxy-neyslunni smátt og smátt. Það þýði ekki að gera það í skyndingu. Og hann muni hjálpa mér. Með það sendi hann mig heim.“ DMT-pípan dregin fram En vanlíðanin var slík, vegna fráhvarfa að Þórarinn hringdi í lækninn strax þá um kvöldið og sagði honum að hann sé viðþolslaus, svo vond sé líðan hans. „Hann hringdi þá í þennan K fyrir mig, strax þarna 2. maí og fyrir tilviljun var laust hjá honum 3. maí klukkan níu að morgni, það hafði óvænt losnað pláss. Og þá hefst nýr kafli í mínu lífi.“ Þórarinn segir að K hafi verið ólíkt reyndari en hinn bandaríski læknir vinur hans, K hafi verið áratug að sýsla við hugvíkkandi efni. Svo mikill var innbyggður mótþrói og varnir Þórarins að það var ekki fyrr en með þriðju DMT-pípunni sem hann komst í gegn, eins og það heitir.vísir/vilhelm „Hann gaf mér pínulítið af svepp og lítilræði af MDMA. Hann var með aðra nálgun, var sjóaðri, en hann komst ekkert áfram með mig,“ segir Þórarinn og reynir að lýsa reynslu sinni sem er ekki auðvelt því það er ekki margt til að styðjast við úr raunheimum. Svolítið eins og að reyna að lýsa lykt. „Ég svíf þarna um eitthvað órætt herbergi og þar er stór sjónvarpsskjár og ég veit að á honum er svarið við því sem ég er að leita að. En ég fæ aldrei að sjá á helvítis skjáinn. Ég er í hálftíma að reyna að sjá hvað er á skjánum en mér er ekki leyft það. Leiðbeinandinn segir þá að nú þurfi að draga fram DMT-pípuna. Það efni er kristall, ekki ósvipað sykri. Það er svo brennt í einhverri glerpípu. Ég hafði aldrei notað neitt í líkingu við þetta. Ég reykti sterka smávindla á sínum tíma en þetta er einhver mesti viðbjóður sem ég hef reynt að koma ofan í mig.“ Steypuklumpur í öllu kviðarholinu Þórarinn segir að andlegt ástand sé beintengt hinu líkamlega. „Þegar manni líður illa andlega kemur það fram líkamlega líka. Mér fannst ég vera með stóran klett í kviðarholinu öllu. Þessu má kannski helst líkja við ástarsorg sem flestir þekkja; það er beinlínis líkamlega vont fyrir hjartað á manni – hjartasár. Mér fannst ég vera með steypuklump í öllu kviðarholinu. Ég var að ærast hjá þessum manni. Ég var búinn að fara í gegnum svo margt og mikið að gerast hjá mér.“ Þórarinn lýsir því svo, varðandi DMT, að þá þurfi að ná þremur smókum og halda þeim niðri. Þá og þannig ná menn almennilega í gegn, eins og það er orðað. „Þetta efni er allt öðruvísi en nokkuð annað, líkaminn þekkir þetta efni, það fyrirfinnst í öllum lífverum, og líkaminn er fljótur að brjóta það niður. Sagt er að LSD virki í átta til tólf tíma, en áhrif af DMT vara í tíu til tuttugu mínútur. Líkaminn á svo auðvelt með þetta efni, til að mynda í samanburði við áfengi sem fer í gegnum lifrina á þér og það tekur líkamann langan tíma að vinna úr því. Þetta er þekkt efni og hættulaust ef notað er rétt. Áhrifin koma þegar fram og þú ferð strax í ferðalag.“ Innbyggðar varnir Þórarins öflugar Þórarinn segir erfitt að lýsa því sem gerðist og segir enga tvo upplifa það sama. „Það má líkja þessu við að þér sé skotið úr fallbyssu. Ég fór strax í skelfileg átök. Í umhverfi þar sem takast á skynsemi og egó. Ég fann engu að síður að ég er með einhvers konar meðvitund, vissi enn af mér og var ósáttur við það. Hugsaði með mér að nú sé fokið í flest skjól. Ég er á sterkasta ofskynjunarefninu og enn með tengsl við raunveruleikann?!“ Þórarinn segir að reykurinn úr glerpípunni hafi verið einhver mesti viðbjóður sem hann hefur reynt að koma ofan í sig. Brenndi varir, tungu og háls. En hann gerði sitt gagn.vísir/vilhelm Þórarinn óttaðist á þessu stigi að hann muni ekki ná tilætluðum árangri. Til þess þurfi að sleppa tökunum algerlega. Hann segir sem dæmi að hann sé þeirrar gerðar að ekki sé hægt að dáleiða sig. Áhrifin af DMT-inu koma strax og menn eru jafn fljótir út úr þeim aftur. Ekkert millibilsástand. „Ég bið um aðra pípu og K segir mér að hann hafi aðeins einu sinni áður gefið manni tvær pípur. En ég finn að ég er að komast lengra en nokkru sinni áður. Og ég verði að halda áfram.“ Þórarinn segir að það sem hann upplifði hafi verið mjög sjónrænt. Sjónsviðið sé vítt og hann sjái það sem stóran skjá. En varnirnar sem hann hafði komið sér upp í gegnum tíðina eru sterkar. Alltaf þegar hann er við að nálgast einhver svör sé þeim ýtt út af skjánum. Og hann út úr ferðalaginu. Þvert á það sem hann vildi. Hann bað því um þriðju pípuna. Reykurinn brann í hálsi, vörum og tungu „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri síðasta hálmstráið. Ég hafði prófað fullt af þunglyndislyfjum, einar þrjár eða fjórar tegundir. Sem höfðu meðal annars þær afleiðingar að ég hafði engan áhuga samlífi með konunni minni. Og það var einfaldlega ekki í boði í mínu tilfelli. Maður verður að halda í sitt líbító eins lengi og maður getur. Ég á yndislega, fallega og góða konu og vil geta sinnt skyldum mínum.“ Þórarinn lýsir því svo að á þunglyndislyfjum verði lífið ein flatneskja og það virkaði bara alls ekki fyrir sig. Það var hreinlega ekki í boði að lifa þannig. „Svo ég bið um þriðju pípuna. Það er ofboðslega vont að reykja þetta. Reykurinn brann í hálsi, vörum og tungu, en ég náði að koma meiru niður en áður. Fyllti lungun í þrjú skipti og þá fann ég að þetta var allt öðruvísi. Ég fór inn í ferðalagið með öðrum formerkjum en áður.“ Sá sem Þórarinn kallar K sagði að loksins hafi hann verið algerlega slakur. Hann sá að Þórarinn var kominn í gegn, eins og þetta er kallað, inn í aðra vídd. Endurraðar öllu í kolli sínum „Ég var sem staddur í herbergi þar sem allt er svart. Ég sat á stól og andlit ástvina minna birtust mér hvert af öðru, öll öskrandi. Þetta var sterk og óþægileg tilfinning sem ég fór í gegnum. En skynjaði að ég væri að upplifa sársauka þeirra ef ég gengi til þess verks að stúta mér.“ Að sögn Þórarins breytist allt tímaskyn þegar hugvíkkandi efni eru notuð. „Tíu til fimmtán mínútur verða sem margir klukkutímar á ferðalaginu. Þetta var ofboðslega óþægilegt en ég skynjaði jafnframt í þessu ástandi að hugmyndin um að fyrirfara mér gufaði í burtu. Hún var ekki lengur í boði því ég áttaði mig á því hvað ég væri að gera ástvinum mínum með því. Þeirri hugmynd var alfarið ýtt í burtu og af borðinu sem möguleiki. Ég fékk ofboðslega sterkt inná mig hvað ég væri að gera öðrum með því.“ Næsta sem tekur við er að Þórarinn sér sjálfan sig sitja við hvítt og mikið borð. Þar eru kubbar, í líkingu við legókubba. „Og ég skynja að þar hafi ég tækifæri til að endurskipuleggja það hvernig heilinn í mér virkar. Ég hafði lesið mig mikið til um þetta, þessi efni og hvernig þetta virkar; hvernig ég hugsaði og að þessi efni gefi okkur tækifæri á að horfa á fyrirbærin frá öðru og nýju sjónarhorni. Þunglyndi virkar þannig að maður er fastur í tilteknu hugsunarferli. Það myndast nýjar tengibrautir í heilanum, hlutar heilans sem ekki hefur verið fært að tala saman geta það nú. Ég fann að ég fæ tækifæri til að endurraða í heila mínum.“ Hnúturinn í maganum hverfur Og Þórarinn lýsir því að þar og þá hafi hann einfaldlega ákveðið þrennt og það fór hann með sem möntru í huga sér. Einfaldlega: „Ég ætla að hætta að vera þunglyndur, ég ætla að hætta á oxy og ég hugsa betur um fjölskyldu mína. Ef þetta þrennt gengur eftir þá verður allt gott. Og þar sem ég ligg þarna og er að fara yfir þetta þá dregst steypuklumpurinn í maganum á mér saman. Ég var kominn úr þessari ferð, var að hugsa þetta og þá er sem hnúturinn sem ég hafði haft í maganum í 16 mánuði dragist saman og hverfi. Ég opnaði augun, horfi á meðferðaraðilann og segist halda að þunglyndi mitt sé farið. Hann segir mér að vera rólegur, það geti komið aftur, en þetta þurrkaðist algjörlega í burtu.“ Þórarinn segir að hann hafi trappað oxy-lyfjaneysluna niður í ekki neitt. Og hann segir að Sobril, kvíðastillandi lyfið sem hann hafi neytt sleitulaust í 90 daga í röð meðfram, sé algjör skelfing. „Ég tók alltaf meira og meira af því. Jordan Peterson, sálfræðingurinn þekkti, hann var háður þessum efnum og hefur greint frá því að það hafi tekið hann tvö ár að losna út úr þessu. Þetta er ekki minna mál en svo. En ég náði í gegn. Meðferðarþrátt þunglyndi er þegar lyf virka ekki á meinið. Fólk sem er á þessum lyfjum sem gangandi „zombies“. Það er aldrei ráðist að rótum vandans. Fólk er þunglyndislyfjum alla ævi, alltaf flatt en ég lít ekki á það sem lækningu,“ segir Þórarinn. Sem vill þó ekki meina að lyf geti ekki gert gagn þegar svo ber undir sé þeirra sé neytt í hófi. En þau séu hins vegar stórvarasöm. Hann talar af reynslu. Sjálfsniðurrifið og skömmin hverfur „Ég fór í nokkur skipti í viðbót og var þá með miklar væntingar. Næst þegar ég mætti, í maí, þá var ég ekki búinn að loka Spaðanum. Ég ætlaði mér þá bara að redda fyrirtækinu, finna gamla Tóta aftur, þennan sem bjó yfir endalausri starfsorku og gat breytt öllu í gull. En það tókst aldrei, ég var ekki þá að átta mig á því hvað hafði náðst í gegn og áunnist,“ segir Þórarinn. Hann lýsir því að þetta hafi ekki verið rétta hugarfarið. Það þýði ekki að fara inn í þetta með einhvern tiltekinn ásetning. Þórarinn segir að með hjálp hugvíkkandi efna hafi hann náð að losna frá þeirri áráttu að rífa sig niður, hann fyrirgaf sjálfum sér og losnaði við skömm sem er mikil frelsun.vísir/vilhelm „En fjórum eða fimm dögum seinna upplifði ég það að vera hættur að tæta mig niður eins og ég hafði gert. Ég hef verið minn eigin harðasti gagnrýnandi; hef ætíð rifið mig niður, drullað yfir sjálfan mig. Ég var í landsliðinu í að drulla yfir sjálfan mig. En ég var hættur þessu. Eftir eitt „sessíónið“ lærði ég að sætta mig við orðinn hlut og eftir aðra meðferð lærði ég að fyrirgefa sjálfum mér.“ Þórarinn segir að öll skiptin sem hann fór í meðferð þar sem aðstoð hugvíkkandi efna hafi hjálpað sér. „En ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna. Ég losnaði við alla skömm. Það er einhvern veginn þannig með okkur karlpeninginn að við eigum að skammast okkar fyrir allt sem á undan er gengið, vera móral yfir öllum andskotanum og skömm yfir öllum fjáranum. En nú er þetta allt farið sem er ótrúleg blessun.“ Skelfilegar afleiðingar þunglyndis Þórarinn segir að það þýði ekki að fara í slíka meðferð með fyrirframgefnar ætlanir. Forgangsröðin í lífinu breytist einfaldlega og til hins betra. „Ég hef oft öfundað kaþólikka, að geta bara farið í skriftarstólinn og beðið um fyrirgefningu. Farið þá með þrjár maríubænir og eru með hreina samvisku. Þetta er geggjað, miklu betra en að vera mótmælatrúar sem er algjör vitleysa. Við erum algjörir rostungar með þessi trúarbrögð okkar.“ Með öðrum orðum þá segir Þórarinn að reynsla sín af þessum meðferðum með hugvíkkandi efni hafi hreinlega bjargað sér úr öngstræti þar sem svartnættið eitt blasti við. „Aukaverkanir eru kærleikur og ást gagnvart samfélaginu. Ekki slæmt. Ég vil hjálpa öðrum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir þeim sem eru með geðræna erfiðleika og fundist þeir eiga sér fáa talsmenn. Þetta er afskiptur hópur. Eins og drengirnir í Englum alheimsins sem voru alls staðar búnir að koma sér út úr húsi. Á Íslandi eru yfir 50 þúsund manns að taka þunglyndislyf að staðaldri. Kostnaðurinn fyrir samfélagið er margþættur og birtist í vanlíðan og töpuðum afköstum. Á hverju ári eru 30-50 manns sem fyrirfara sér. Ég er gagnrýninn maður, hef aldrei verið í eiturlyfjum en fyrir mér er þetta ekki spurning.“ Siðferðilega rangt að þegja yfir þessu Þórarinn bendir á að nú standi fyrir dyrum mikil ráðstefna þar sem helstu kanónur heims í þessum fræðum séu væntanlegar. Heilbrigðisyfirvöld verði að opna augun fyrir þessum möguleika. Nú sé komið að þeim. Hann bendir jafnframt á mikilvægi hlutlægra rannsókna og það sem fram kemur í þáttunum „How to Change Your Mind“ með Michael Pollan, sem er einmitt væntanlegur á áðurnefnda ráðstefnu, að rannsóknir á hugvíkkandi efnum til gagns hafi verið jarðaðar í pólitískum tilgangi á sínum tíma. Röngum upplýsingum hafi beinlínis verið haldið að fólk, sem hentuðu Nixon og þeirri stefnu sem hann rak meðal annars í Víetnam-stríðinu. Efnin hafi ratað úr tilraunastofum og ekki vænlegt að ráðast í það að fá fólk til að fara í fjarlægt land og drepa mann og annan sem hafði kynnst hugvíkkandi efnum, ást og kærleika. En stríðið gegn fíkniefnum sé löngu tapað, það liggi fyrir og sú stefna sem rekin sé gagnist glæpagengjum einum. „Það hafa margir glaðst yfir því að ég hafi misstigið mig. En ég lít ekki svo á að ég hafi misstigið mig. Ég veiktist af þunglyndi og í kjölfarið fíknisjúkdómi. Stórfenglegt er að hægt sé að hjálpa fólki sem þjáist af áfallastreitaröskum, kvíða, þunglyndi, fíknisjúkdómum… Blessun. Ég fékk þessi bjargráð og það er siðferðislega rangt að þegja yfir því. Ég er ekki að ota eiturlyfjum að börnum. Þetta er eitthvað allt annað. Þú þarft að prófa þetta!“ Já, þú segir það. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Hugvíkkandi efni Fíkn Geðheilbrigði Sveppir Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira