Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 11:46 Lúther Ólason er formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta. Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því þegar verið lokað. „Við fylgjum náttúrulega bara reglum. Um leið og þeir segja loka, þá er lokað,“ segir Lúther Ólason, formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Líkt og eflaust margir aðrir sem nýta svæðið er hann þó verulega ósáttur með niðurstöðuna. Málið á sér langan aðdraganda en svæðinu var fyrst lokað í september 2021 eftir að íbúar í nágrenninu kærðu starfsleyfið og vegna blý- og hávaðamegnunar. Ráðist var í úttektir og mælingar sýndu að röskun af starfseminni væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Starfsleyfi var því gefið út á ný en nú hefur það aftur verið fellt úr gildi þar sem kærunefndin telur starfsemina ekki í samræmi við landnotkun samkvæmt aðalskipulagi - eða af sömu ástæðu og leyfið var fellt úr gildi síðast. Lúther segir borgina hafa lofað úrbótum í millitíðinni. „Þetta er mjög slæmt af því við vorum lokuð í nærri tvö ár út af sama máli, vegna þess að skipulagið var ófullnægjandi hjá borginni. Það átti að fara í að laga það og við höfum uppfyllt allar kröfur um hljóð og mengun, sem snýr að heilbrigðiseftirliti, og það hefur verið í lagi hjá okkur,“ segir Lúther. „En enn og aftur virðist borgin ekki hafa klárað sína vinnu með fullnægjandi hætti þannig þetta virðist stranda á skipulagsmálum, sem að þeir voru búnir að lofa að væri í lagi og gefa okkur starfsleyfi af því þeir töldu sig vera búnir að laga skipulagið.“ Mikilvægt að fólk sé í skotformi Hann telur málsmeðferðina litaða af fordómum og að sumir séu yfir höfuð á móti skotvöllum. „Eru ekki bara allir byssukallar ljótir? Það er bara eitthvað svoleiðis, þó að menn séua bara að stunda íþróttir.“ Fólk þurfi nú að fara til Keflavíkur eða Þorlákshafnar á skotsvæði og æfi sig þar af leiðandi minna. Bæði þau sem stunda þetta sem íþrótt eða vegna veiða. „Þetta kemur bara niður á hæfni manna til að stunda veiðar. Þetta snýst um að menn séu í þokkalegu skotformi þegar þeir fara til veiða, séu ekki að særa dýr og annað.“ Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Lúther vonar að skipulagið verði uppfært í snatri svo að hægt verði að opna völlinn á ný. „Við viljum fá að opna þetta svæði aftur, fá borgina til að klára skipulagið. Og að þetta sé gert þannig að það sé hægt að hafa völlinn opinn. Ef menn eru ósáttir við svæðið, þá allavega þangað til annað svæði finnst.“ Málið verður skoðað Alexandra Briem, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir úrskurðinn koma á óvart og að málið verði skoðað. Ráðist hafi verið í breytingar á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili sem hefðu átt að leyfa starfsemi skotsvæðisins og girða fyrir lokun þess. Næstu skref séu að ráðfæra sig við sérfræðinga í skipulagsmálum og skoða hvað þurfi að bæta.
Skotíþróttir Skotveiði Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira