Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári.
Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð.
Janúar
- 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði.
- 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum.
- 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi.
- 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi.
Febrúar
- 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó.
- 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad.
- 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna.
- 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu.

Mars
- 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi
Apríl
- Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing.
- 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso.
- 9. apríl: Páskadagur.
Maí
- 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London.
- 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi.

Júní
- 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi.
- 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi.
- 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri.
Júlí
- Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí.
- 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney.

Ágúst
- 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna.
- 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík.
- 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon.
September
- 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien.
- 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október.
Október
- Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr.
- Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október.
- 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios.
- 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu.
- 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins.

Nóvember
- 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember.
- 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas.
Desember
- 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela.
- 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember.
- 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári.
- 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.