Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 12:30 Sigrún A Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim. Tryggingar VÍS Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim.
Tryggingar VÍS Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira