Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var áhöfnin á æfingu við Langjökul þegar beiðnin barst.
Um var að ræða einstakling sem fallið hafði í hálku í stiga við Skógafoss og slasað sig.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einstaklinginn og var lent við Landspítalann rétt fyrir klukkan sex í kvöld.