Gazzetta dello Sport segir frá því að stuðningsmenn gestaliðsins Lazio hafi beint rassista söngvum sínum að Lecce leikmönnunum Samuel Umtiti og Lameck Banda.
Samuel Umtiti has received supportive messages - and backing from Gianni Infantino - after being racially abused by Lazio fanshttps://t.co/ePGoGKZXLf
— Mirror Football (@MirrorFootball) January 5, 2023
Stuðningsmenn Lecce reyndu að yfirgnæfa ljótu söngvana með því að kalla nafn Umtiti.
Umtiti yfirgaf völlinn með tárin í augunum. Eftir leikinn skrifaði hann á samfélagsmiðla: Bara fótbolti, gleði og gaman. Ekkert annað telur.
Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig um málið á Instagram. Stend með þeim Samuel Umtiti og Lameck Banda. Sýnum það skýrt og greinilega að við segjum nei við rasisma.
Lecce lenti 1-0 undir en kom til baka og vann leikinn 2-1.
Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce en var ekki í leikmannahópnum í þessum leik.