Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 13:02 Silvía drottning, Estelle prinsessa, Viktoría prinsessa, Karl Filippus prins og Karl Gústaf Svíakonungur. Getty Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira