Ómar Ingi markahæsti leikmaður Evrópu annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 23:31 Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leikmaður Evrópu annað árið í röð. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Ísland á tvo fulltrúa á lista yfir tíu markahæstu handboltamenn Evrópu árið 2022. Annað árið í röð er Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, markahæsti maður ársins, en liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Bjarki Már Elísson, situr í sjötta sæti listans. Það er handboltatölfræðisíðan Datahandball sem tók tölfræðina saman. Ómar Ingi skoraði 460 mörk á seinasta ári, 26 mörkum meira en árið áður þegar hann varð einnig markahæstur. Ómar skoraði 6,5 mörk að meðaltali í leik á seinasta ári, meira en nokkur annar á listanum yfir tíu markahæstu menn Evrópu. Portúgalinn ungi, Francisco Costa, situr í öðru sæti listans með 359 mörk og Kamil Syprzak kemur þar á eftir með 348 stykki. Ómar skoraði því rúmlega hundrað mörkum meira en næstu menn á listanum. 💣 The 🔟top scorers during 2⃣0⃣2⃣2⃣, along with the average goal per game. @SCMagdeburg right-back Ómar Ingi Mangusson tops the list with a total of 460 goals.⚠️ Only official matches were taken into account. pic.twitter.com/87Djwf6KRS— datahandball (@datahandball_) January 5, 2023 Þá er hornamaðurinn Bjarki Már Elísson, leikmaður ungverska liðsins Telekom Veszprém, einnig á listanum. Bjarki skoraði 323 mörk á seinasta ári og er þar með sjötti markahæsti leikmaður Evrópu. Þá má einnig minnast á aldursforseta listans, Hans Óttar Lindberg. Þessi danski hornamaður Füchse Berlin er orðinn 41 árs gamall, en hann skoraði 303 mörk á seinasta ári og er á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Það er handboltatölfræðisíðan Datahandball sem tók tölfræðina saman. Ómar Ingi skoraði 460 mörk á seinasta ári, 26 mörkum meira en árið áður þegar hann varð einnig markahæstur. Ómar skoraði 6,5 mörk að meðaltali í leik á seinasta ári, meira en nokkur annar á listanum yfir tíu markahæstu menn Evrópu. Portúgalinn ungi, Francisco Costa, situr í öðru sæti listans með 359 mörk og Kamil Syprzak kemur þar á eftir með 348 stykki. Ómar skoraði því rúmlega hundrað mörkum meira en næstu menn á listanum. 💣 The 🔟top scorers during 2⃣0⃣2⃣2⃣, along with the average goal per game. @SCMagdeburg right-back Ómar Ingi Mangusson tops the list with a total of 460 goals.⚠️ Only official matches were taken into account. pic.twitter.com/87Djwf6KRS— datahandball (@datahandball_) January 5, 2023 Þá er hornamaðurinn Bjarki Már Elísson, leikmaður ungverska liðsins Telekom Veszprém, einnig á listanum. Bjarki skoraði 323 mörk á seinasta ári og er þar með sjötti markahæsti leikmaður Evrópu. Þá má einnig minnast á aldursforseta listans, Hans Óttar Lindberg. Þessi danski hornamaður Füchse Berlin er orðinn 41 árs gamall, en hann skoraði 303 mörk á seinasta ári og er á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira