Guðrún gerir ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra í mars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 06:37 Guðrún er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir að hún muni taka við embætti dómsmálaráðherra í mars næstkomandi. Hún segist ekki gera ráð fyrir að vera sett í annað ráðherraembætti en það. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira