Rútubílstjórinn sem festist tvisvar á jóladag með réttarstöðu sakbornings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 07:03 Rútan festist í tvígang á jóladag og greint var frá því að samskipti björgunarsveita við bílstjórann hefðu gengið stirðlega. AÐSEND Rútubílstjórinn sem festi bifreið sína tvívegis á jóladag eftir að hafa hunsað lokanir var yfirheyrður af lögreglu og er með réttarstöðu sakbornings. Sök hans er að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað. Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað.
Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent