Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2023 10:43 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“ Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Búið er að dusta rykið af þessari skýrslu í opinberri umræðu, eftir að um þrjátíu þúsund manns lentu í vandræðum vegna ófærðar á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin. Sigurður Ingi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem ófærð á Reykjanesbraut og uppbygging lestarkerfis var til umræða. Svarið var stutt og laggott þegar spurt var um hvort að það væri til skoðunar að byggja fluglest á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Er eitthvað verið að skoða þetta? „Nei“ Það er ekki þannig? „Nei, það voru einkaaðilar sem voru að skoða þetta en ég man nú ekki nákvæmlega kostnaðinn. Menn töldu að þetta væri hægt miðað við vaxandi fjölda ferðamanna en það væri augljóst að það væru allt of fáir sem væru hérna á ferðinni,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki hafa svarið við því hvort að lest hefði ráðið við óveðrið sem skall á fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu og teppti umferð um Reykjanesbraut og víðar á Suðurnesjunum. „Svo verða náttúrulega ótrúlega margir sérfræðingar þegar eitthvað bjátar á í umferðinni, í samgöngumálum. Ég veit ekki hvort að einhver þeirra treysti sér til að stíga fram og fullyrða það að lestir geti farið í gegnum hvaða veður sem er á Íslandi þegar við getum ekki haldið vegum opnum fyrir stærstu tækin okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Frábært að ferðast í lest Á þeim tíma sem umrædd skýrsla um lestina var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. Sigurður telur ekki ólíklegt að sú tala hafi hækkað. „Ég er ekki alveg viss um að, svona miðað við reynslu okkar af svona stórum verkefnum, hvort að þessi stofnkostnaður sé hundrað prósent réttur, ég veit það ekki. Það hefur allt hækkað um 40 prósent núna á nokkrum árum út af stríði og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann virðist þó hrifinn af lestarsamgöngum sem samgöngumáta en virðist telja að fjármunum hér á landi sé betur varið í önnur samgöngumannvirki. „Þetta er frábær samgöngumáti ef hann er kominn. Það er frábært að geta ferðast um í lestum. En hann er mjög dýr í stofnkostnaður og mjög dýr í rekstri. Ég held kannski að miðað við fámennið þá ættum við að einbeita okkur að því að gera vegina betri.“
Samgöngur Veður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Bítið Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01 Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00
Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. 3. janúar 2023 13:01
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58