Að gefnu tilefni Eggert Eyjólfsson skrifar 6. janúar 2023 13:31 Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar