Að gefnu tilefni Eggert Eyjólfsson skrifar 6. janúar 2023 13:31 Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Undirritaður, að sögn, kann ekki að lesa fjárlögin. (B.Benediktsson, hádegisfréttir Bylgjunnar 6.1.2023). Til glöggvunar þykir mér því rétt að eftirfarandi komi fram: Í þingjskjalinu Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023, í kafla 23.10 - Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, bls 291 kemur eftirfarandi fram, orðrétt: „Fjárheimild málaflokksins er lækkuð tímabundið um 2.177 m.kr. vegna hliðrunar á byggingarferli Nýs Landspítala. Fjárveiting til verkefnis Nýs Landspítala í frumvarpi 2023 er 13.400 m.kr.“. Á fjárlögum fyrir árið 2022, í kafla 5.1 - fjárfestingar og fjáramagnstilfærslur, bls 122, kemur eftirfarandi orðrétt fram: „Stærsta einstaka byggingarframkvæmdin í fjárlagafrumvarpinu er bygging nýs Landspítala en áætlað er að um 14 ma.kr. verði varið til hennar á árinu.“ Árið 2022 eyddi ríkið 14,2 ma kr í byggingu nýs landspítala. Bið lesendur að lesa sjálfir og draga eigin ályktanir. Ég fæ ekki betur séð en fjárheimildir til byggingar nýs spítala lækki um 2.177 milljónir frá því sem áætlað var, og ennfremur um 800 millljónir frá fyrra ári. Þarna kemur, að mínu mati, berlega í ljós að ráðherra og líklega skrifstofustjórar hans, gera sér ekki grein fyrir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Ennfremur nauðsyn þess að nýr spítali rísi sem allra fyrst, enda sá sem fyrir er löngu sprunginn. Jafnframt er rétt að taka fram að við neyðarástandi eins og því sem nú ríkir, er hjákátlegt að lesa setningar eins og hér að neðan þar sem menn státa sér af að fresta framkvæmdum í nafni hagræðingar: „Hröðum efnahagsbata árið 2022 hefur fylgt ört vaxandi verðbólga. Ríkisstjórnin réðst því í aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu með breytingum í 2. umræðu fjármálaáætlunar 2023–2027. Í þeim aðgerðum var fjárfestingarverkefnum og verkáföngum, sem nemur tæplega 10 ma.kr., frestað þar sem færi gefst á að afla hagstæðari tilboða síðar í ljósi mikilla umsvifa á byggingarmarkaði. Þar má helst nefna vegaframkvæmdir fyrir 3 ma.kr., uppfærð áætlun Nýja Landspítalans og byggingu Samhæfingarmiðstöðvar viðbragðsaðila.“ Hefur verið kannað hvað það kostar ríkissjóð aukalega að reka heilbrigðiskerfið án tilkomu nýs spítala? Það kom líka fram í máli ráðherra að ýmsar fjárheimildir hafi ekki tekist að nýta vegna skorts á mannskap. Þetta er jú mergurinn málsins og gott að heyra að ráðherra er meðvitaður um þann skort - þú nefnilega meðhöndlar ekki sjúklinga, eða hvað sem er svosem, nema einhver sé til staðar til að veita þá þjónustu sem á að veita. Það er óumdeilt að téður ráðherra heldur utan um pyngju ríkisins og getur, að nokkru marki, haft áhrif á stefnu og fjárútlát ríkissjóðs. Það skýtur því skökku við, að ráðherra sé tilbúinn að setja milljónahundruði í verkefni sem hann veit að ekki er hægt að framkvæma, vegna þess að hann og ráðuneyti hans hefur neitað að semja við þá sem veita heilbrigðisþjónustu - hjúkrunarfræðinga, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sálfræðinga og svo mætti lengi telja - svo árum skipti! Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leiðrétta laun heilbrigðisstétta til að tryggja að fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu geti nýst þegnum þessa lands, eða er ætlunin að steinkumbaldinn við Hringbraut standi auður um komandi áratugi, í nafni sparnaðar? Höfundur er sérfræðingur í bráðalækningum.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar