Handbolti

Lærisveinar Arons fengu skell stuttu fyrir HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Kristjánsson er þjálfari bareinska karlalandsliðsins í handbolta.
Aron Kristjánsson er þjálfari bareinska karlalandsliðsins í handbolta. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu í handbolta máttu þola 13 marka tap er liðið mætti Spánverjum í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næstu viku.

Lokatölur í leiknum urðu 34-21, Spánverjum í vil. Fyrir leik var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir Aron og lærisveina hans, enda Spánverjar líklegir til afreka á HM.

Spánverjar leiddu með fimm marka mun í hálfleik, staðan 18-13, og liðið jók forskot sitt svo umtalsvert í síðari hálfleik og vann að lokum öruggan 13 marka sigur, 34-21.

Undirbúningi liðanna fyrir heimsmeistaramótið er þó ekki lokið því Barein mætir Rúmeníu á morgun og Spánverjar mæta Argentínumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×