Ótrúleg saga Árna Þórðar: „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 14:11 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Facebook Árni Þórður Sigurðsson hefur náð ótrúlegum bata eftir að hafa veikst af svokallaðri fjöllíffærabilun. Honum var haldið sofandi í fimm mánuði og var talinn í lífshættu í heilt ár. Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Árni er sonur Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem er betur þekktur sem Siggi stormur. Þeir segja sögu Árna og reynslu sína af löngu bataferlinu í helgarviðtali Fréttablaðsins. Siggi hélt vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns á Facebooksíðu sinni. „Ég er mikil tilfinningavera og þetta tók svakalega á mig. Hann er í heildina í lífshættu í meira en tíu mánuði og þegar maður byrjar hvern einasta dag, mánuð eftir mánuð, á því að vera hræddur um barnið sitt þá tærist maður einhvern veginn upp,“ segir Siggi í samtali við Fréttablaðið. Í október á síðasta ári útskrifaðist Árni loks af spítala. Eftir að Árna hafði verði haldið sofandi í um fjóra og hálfan mánuð vaknaði hann loks og horfði þá til betri vegar. Var í framhaldinu ákveðið að Árni færi í endurhæfingu á Grensás sem Sigga fannst of snemmt þar sem hann átti enn í erfiðleikum með að nærast. Hann ákvað þó að treysta læknum. „Þarna verður mikið bakslag og ég er afar bitur út í Grensás. Afsakaðu orðalagið, en þeir vorum næstum búnir að drepa hann,“ er haft eftir Sigga. „Ég sé að honum hrakar og þetta endar með ósköpum.“ Árna hrakaði sem sagt mikið og greindist með svæsna lungnabólgu í kjölfarið. Var hann þá færður aftur á Landspítala þar sem læknar og hjúkrunarteymi voru ekki bjartsýn á bata Árna. „Einn daginn hringir í okkur læknir og segir okkur að Árna hafi hrakað mikið, staðan hafi versnað hratt og að það gangi illa að halda uppi súrefnismettun. Við erum eiginlega beðin um að koma bara strax, þarna var bara verið að biðja okkur um að koma og kveðja hann,“ er haft eftir Sigga. Á gjörgæslu var kallað til Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, sem lagði það örþrifaráð til að snúa Árna á grúfu. Við tók erfið bið en loks sýndi Árni svörun og björgunin tókst. Við tók endurhæfingarferli á Spáni en Siggi var ákveðinn í að senda son sinn ekki aftur á Grensás.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1. október 2022 08:12