Handbolti

Portúgalar ekki í vandræðum með Bandaríkjamenn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Portúgalar áttu ekki í vandræðum með Bandaríkjamenn í Gulldeildinni.
Portúgalar áttu ekki í vandræðum með Bandaríkjamenn í Gulldeildinni. Diogo Cardoso/DeFodi Images via Getty Images

Portúgal vann afar öruggan tólf marka sigur er liðið mætti Bandaríkjunum í Gulldeildinni, æfingamóti fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku, 39-27. Þá unnu Norðmenn einnig góðan sjö marka sigur gegn Brasilíu á sama móti, 30-23.

Portúgalska liðið mátti þola ellefu marka tap gegn Norðmönnum í gær og því nauðsynlegt fyrir liðið að rétta úr kútnum áður en heimsmeistaramótið hefst þar sem liðið leikur í D-riðli okkar Íslendinga.

Sigur Portúgal var í raun aldrei í hættu þar sem liðið leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12, og vann að lokum skyldusigur, 39-27.

Þá eru Norðmenn búnir að vinna báða leiki sína á mótinu eftir sjö marka sigur gegn Brasilíu, lokatölur 30-23.

Norðmenn tróna því á toppnum í gulldeildinni með fjögur stig eftir tvo leiki, Portúgal og Brasilía koma þar á eftir með tvö stig hvor og Bandaríkjamenn reka lestina án stiga.

Þriðja og seinasta umferð Gulldeildarinnar fer fram á morgun þar sem Norðmenn mæta Bandaríkjamönnum og Portúgal og Brasilía eigast við í leik sem mun líklega skera úr um annað sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×