Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 00:13 Hér má sjá Thelmu á götum New York borgar og málverk eftir hana. Instagram/@thelmagella Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Fyrir tveimur dögum síðan ákveður Thelma að segja fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok frá þessari alveg hreint ótrúlegu upplifun en hún er búsett í New York borg og stundar þar listnám við The City University of New York. Vísir sló á þráðinn til Thelmu og fékk að heyra hvernig upplifunin var. Með því að vera smá djörf að eigin sögn, lendir hún í sófanum á sviðinu hjá Jimmy Fallon, rétt á eftir söng- og leikkonunni Selenu Gomez. Hún og tveir vinir hennar höfðu fengið miða sem gerðu þeim kleift að sitja og horfa á upptökur þáttarins. Ætla má að Thelma hafi setið í sófanum stuttu eftir viðtalið hér að ofan. „Þetta var ógeðslega gaman og kom mér líka alveg rosalega á óvart, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki endilega búast við frá mér,“ segir Thelma en í auglýsingahléi á milli atriða voru áhorfendur spurðir hvort þeir hefðu einhverjar spurningar fyrir Fallon og ákvað Thelma að spyrja hvort hún mætti prófa sófann. „Þegar ég var þarna sitjandi var ég rosa mikið með hugarfarið, hvað á ég að gera til þess að komast í þennan sófa? Hvað get ég sagt til þess að á að setjast þarna? Það var svona það eina sem ég var að hugsa,“ segir Thelma. Fannst íslenska eftirnafnið mjög fyndið Hún fékk ósk sína uppfyllta og fékk að setjast í sófann við hlið Fallon. Eftir stutt almennt spjall berst nafn Thelmu til tals. „Ég er rosa vön því, ég bý úti þannig ég reyni alltaf að segja það voða hægt svo fólk nái að heyra hvað ég sé að segja. Ég segi „Thelma“ og hann segir „Thelma“ og svo segi ég „Sigurhansdóttir“ og þá fer allur salurinn og hann rosa mikið að hlæja,“ segir Thelma. Hún segir Fallon þá hafa beðið sig um að endurtaka föðurnafnið sitt og hún hafi þá útskýrt fyrir honum hvernig íslensk eftirnöfn virki. „Honum fannst þetta mjög áhugavert og vissi þetta ekki um Íslendinga.“ Hefur engin sönnunargögn í höndunum Lífsreynsla Thelmu er eitthvað sem fáir utan Hollywood fá að upplifa, því hefði verið ansi skemmtilegt að eiga mynd af augnablikinu en það mátti alls ekki. Harðbannað hafi verið að vera með símann við hönd. „Ég væri mjög til í að sjá þetta og bara sjá hvernig ég var og líka einmitt eiga mynd af þessu en svo er bara ótrúlega gaman að prófa þetta. [...] Þetta fer algjörlega í minningabankann,“ segir Thelma. Aðspurð hvað hún myndi segja ef hún ætti að lýsa upplifuninni stuttlega segir hún lífreynsluna hafa verið „ótrúlega flippaða.“ Þeir sem vilja hlusta á alla söguna beint frá Thelmu geta horft á Tiktok myndbandið hér að ofan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrir tveimur dögum síðan ákveður Thelma að segja fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok frá þessari alveg hreint ótrúlegu upplifun en hún er búsett í New York borg og stundar þar listnám við The City University of New York. Vísir sló á þráðinn til Thelmu og fékk að heyra hvernig upplifunin var. Með því að vera smá djörf að eigin sögn, lendir hún í sófanum á sviðinu hjá Jimmy Fallon, rétt á eftir söng- og leikkonunni Selenu Gomez. Hún og tveir vinir hennar höfðu fengið miða sem gerðu þeim kleift að sitja og horfa á upptökur þáttarins. Ætla má að Thelma hafi setið í sófanum stuttu eftir viðtalið hér að ofan. „Þetta var ógeðslega gaman og kom mér líka alveg rosalega á óvart, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki endilega búast við frá mér,“ segir Thelma en í auglýsingahléi á milli atriða voru áhorfendur spurðir hvort þeir hefðu einhverjar spurningar fyrir Fallon og ákvað Thelma að spyrja hvort hún mætti prófa sófann. „Þegar ég var þarna sitjandi var ég rosa mikið með hugarfarið, hvað á ég að gera til þess að komast í þennan sófa? Hvað get ég sagt til þess að á að setjast þarna? Það var svona það eina sem ég var að hugsa,“ segir Thelma. Fannst íslenska eftirnafnið mjög fyndið Hún fékk ósk sína uppfyllta og fékk að setjast í sófann við hlið Fallon. Eftir stutt almennt spjall berst nafn Thelmu til tals. „Ég er rosa vön því, ég bý úti þannig ég reyni alltaf að segja það voða hægt svo fólk nái að heyra hvað ég sé að segja. Ég segi „Thelma“ og hann segir „Thelma“ og svo segi ég „Sigurhansdóttir“ og þá fer allur salurinn og hann rosa mikið að hlæja,“ segir Thelma. Hún segir Fallon þá hafa beðið sig um að endurtaka föðurnafnið sitt og hún hafi þá útskýrt fyrir honum hvernig íslensk eftirnöfn virki. „Honum fannst þetta mjög áhugavert og vissi þetta ekki um Íslendinga.“ Hefur engin sönnunargögn í höndunum Lífsreynsla Thelmu er eitthvað sem fáir utan Hollywood fá að upplifa, því hefði verið ansi skemmtilegt að eiga mynd af augnablikinu en það mátti alls ekki. Harðbannað hafi verið að vera með símann við hönd. „Ég væri mjög til í að sjá þetta og bara sjá hvernig ég var og líka einmitt eiga mynd af þessu en svo er bara ótrúlega gaman að prófa þetta. [...] Þetta fer algjörlega í minningabankann,“ segir Thelma. Aðspurð hvað hún myndi segja ef hún ætti að lýsa upplifuninni stuttlega segir hún lífreynsluna hafa verið „ótrúlega flippaða.“ Þeir sem vilja hlusta á alla söguna beint frá Thelmu geta horft á Tiktok myndbandið hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira