Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 18:01 Ellý gerði verðsamanburð og rak í rogastans þegar hún sá að rúmlega 170 þúsund króna munur var á verði milli verslana. ELKO hefur síðan lækkað verðið um hundrað þúsund krónur, niður í sambærilegt verð og Ormsson er með þegar tækið er ekki á tilboði. Vísir/Sara Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO. Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag. Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag.
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira