„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 21:38 Birgitta Haukdal segir margt hæfileikaríkt fólk hafi tekið þátt í Idol og erfitt hafi verið að senda mörg þeirra heim. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan. Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan.
Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira