Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 08:00 Logi Geirsson lék lengi með Lemgo. getty/Christof Koepsel Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking. Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða