Handbolti

Kórónuveirusmit hjá stjörnuleikmanni Dana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mads Mensah Larsen missir væntanlega af fyrsta leik Dana á HM en hann þarf að sýna neikvætt próf áður en hann snýr aftur inn á gólfið.
Mads Mensah Larsen missir væntanlega af fyrsta leik Dana á HM en hann þarf að sýna neikvætt próf áður en hann snýr aftur inn á gólfið. Getty/Kolektiff

Íslenska karlalandsliðið í handbolta virðist hafa sloppið við kórónuveiruna en sömu sögu er ekki hægt að segja af frændum vorum Dönum.

Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen er sá nýjasti í danska hópnum til að fá jákvæða niðurstöðu úr smitprófi.

Allir leikmenn á HM í handbolta þurftu að taka PCR-próf mest 72 klukkutímum fyrir komuna á heimsmeistaramótið.

Danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick hafði áður greinst með kórónuveiruna og nú hefur Mads Mensah bæst í hópinn. Þeir eru báðir í einangrun.

Allir aðrir leikmenn og starfsmenn danska liðsins fengu neikvæða niðurstöðu.

Leikmenn þurfa síðan að gangast aftur undir kórónuveirupróf fyrir milliriðlana og svo aftur fyrir útsláttarkeppnina.

Danir mæta Belgum á föstudaginn í fyrsta leik sínum á HM og Mads Mensah vissir að öllum líkindum af þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×