„Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 11:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Arnar Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, fagnar nýjustu viðbót Hafnfirðinga við hópinn. Kjartan Henry Finnbogason samdi við liðið í gær. „Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla KR Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
„Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla KR Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira