Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. janúar 2023 13:01 Ferðamönnum fjölgar áfram og verða þeir fleiri en 2 milljónir á þessu ári ef spár Ferðamálastofu ganga eftir. Vísir/Vilhelm Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira