Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 07:39 Kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg vegna ljósmengunar frá nýja led-skiltinu á gafli hússins. Vísir/Kolbeinn Tumi Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira