Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2023 07:39 Kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg vegna ljósmengunar frá nýja led-skiltinu á gafli hússins. Vísir/Kolbeinn Tumi Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn Orkunnar, rekstraraðila 10-11, frá í desember um endurnýjun á skiltinu á austurgafli hússins. Verslunin hefur um árabil verið með skilti á gaflinum, en í umsögninni kemur fram að á sínum tíma hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu. Nú hafi gamla skiltinu verið skipt úr fyrir mun stærra skilti, 32 fermetra að stærð, en um er að ræða svokallað led-skilti. Ekki hafi verið sótt um leyfi að þessu sinni heldur. Fram kemur að kvörtun hafi borist vegna ljósmengunar frá skiltinu. Í samþykktum skiltaleiðbeiningum borgarinnar segir að á umræddu svæði sé heimilt að vera með upplýst og óupplýst þjónustuskilti á byggingum eða mannvirkjum. Hvorki gamla né nýja skiltið standist þær kröfur sem umræddar leiðbeiningar kveða á um. Á miðri mynd má sjá gamla skiltið. Ekki var sótt um leyfi fyrir það á sínum tíma og segir í umsögn að það hafi heldur ekki staðist skiltaleiðbeiningar borgarinnar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í leiðbeiningunum að skilti á þessu svæði borgarinnar skuli almennt samanstanda af stakstæðum bókstöfum. Stærð þeirra takmarkist við fjóra fermetra ef um stakstæða stafi sé að ræða (þar sem byggingin sé sýnileg á bak við skiltið) en einum fermetra ef um er að ræða veggspjald (þegar skiltið hylur vegginn á bak við sig). Þá segir að skilti skulu falla vel að umhverfi sínu og taka „tillit til hlutfalla, yfirbragðs og staðaranda hvers svæðis fyrir sig“. Nýja skiltið sé um 32 fermetrar að stærð sem sé langt umfram leyfilega stærð í samþykktum leiðbeiningum auk þess sem að það hylji gafl-hliðina alveg. „Það er því ekki hægt að segja að það taki tillit til umhverfisins eða falli vel að staðaranda. Því er tekið neikvætt í erindið,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira