Frá þessu greinir í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.
Lögregla sinnti einnig þriðja útkallinu á veitingastað vegna slagsmála nokkurra einstaklinga. Minniháttar áverkar voru á mönnum, samkvæmt tilkynningunni, og óvíst hvort kærur verða lagðar fram.
Nokkrar hávaðakvartanir bárust lögreglu í miðbænum.
Í umdæminu Garðabær og Hafnarfjörður var tilkynnt um innbrot og þjófnað í fyrirtæki. Þar hafði raftækjum verið stolið. Þá var tilkynnt um kannabislykt á stigagangi en engin efni fundust við leit.
Í Breiðholti/Kópavogi var tilkynnt um innbrot í geymslu í sameign og í Árbæ/Grafarvogi/Mosfellsbæ var yfirgefin bifreið fjarlægð með dráttarbíl þar sem hún skapaði hættu.
Nokkrir voru stöðvaðir í höfuðborginni vegna ýmissa umferðarlagabrota.