Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir bregða á leik í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Christian Hofer Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu. Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira