Ákæra gefin út vegna morðsins á Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2023 07:33 Tetsuya Yamagami hefur viðurkennt að hafa skotið Abe með heimagerðu skotvopni. EPA Embætti ríkissaksóknara í Japan hafa gefið út ákæru á hendur 41 árs manni vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. AP segir frá því að maður að nafni Tetsuya Yamagami hafi verið ákærður, en hann var handtekinn skömmu eftir að hafa skotið Abe á kosningafundi í borginni Nara þann 8. júlí síðastliðnum. Hinn 67 ára Abe var skotinn í tvígang þar sem hann flutti ræðu til stuðnings frambjóðanda og lést hann af sárum sínum á sjúkrahúsi skömmu síðar. Yamagami hefur viðurkennt að hafa skotið Abe með heimagerðu skotvopni. Við yfirheyrslu sagðist hann hafa ráðist gegn Abe vegna tengsla forsætisráðherrans við Sameiningarkirkjuna í Japan sem Yamagami sjálfur fyrirleit. Síðustu mánuði hefur Yamagami gengist undir umfangsmiklar geðrannsóknir og var niðurstaðan sú að hann sé metinn sakhæfur. Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. 25. ágúst 2022 07:15 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
AP segir frá því að maður að nafni Tetsuya Yamagami hafi verið ákærður, en hann var handtekinn skömmu eftir að hafa skotið Abe á kosningafundi í borginni Nara þann 8. júlí síðastliðnum. Hinn 67 ára Abe var skotinn í tvígang þar sem hann flutti ræðu til stuðnings frambjóðanda og lést hann af sárum sínum á sjúkrahúsi skömmu síðar. Yamagami hefur viðurkennt að hafa skotið Abe með heimagerðu skotvopni. Við yfirheyrslu sagðist hann hafa ráðist gegn Abe vegna tengsla forsætisráðherrans við Sameiningarkirkjuna í Japan sem Yamagami sjálfur fyrirleit. Síðustu mánuði hefur Yamagami gengist undir umfangsmiklar geðrannsóknir og var niðurstaðan sú að hann sé metinn sakhæfur. Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.
Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. 25. ágúst 2022 07:15 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32
Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. 25. ágúst 2022 07:15
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23