Hrapandi lýðræðiseinkunn þjóðar S. Maggi Snorrason skrifar 13. janúar 2023 10:30 Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Sjá meira
Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun