Skoðun

Allir geta hjálpað ein­hverjum

Árni Sigurðsson skrifar

Við getum ekki hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum

Í sjálfshjálparfræðunum er þessi saga þekkt og klassísk:

„Einu sinni sinni var stelpa að labba í flæðamálinu þar sem þúsundir krossfiska hafði skolað upp á á sjávarströnd í miklum stormi. Þegar hún gekk fram á krossfisk þá greip hún hann og fleygði honum aftur á haf út af öllu afli. Fólk horfði á í forundran.

Hún hafði verið við þessa iðju í dálitla stund þegar maður nálgaðist hana og sagði: „Litla stúlka, af hverju ertu að þessu? Sjáðu þessa strönd. Þú nærð aldrei að bjarga öllum þessum krossfiskum. Þetta frumkvæði þitt er svo smávægilegt að það skiptir engu máli!“

Stúlkan virtist í fyrstu niðurlút við þessu ummæli. En eftir fáein andartök þá beygði hún sig niður, greip annan krossfisk og henti honum á haf út eins og kraftar hennar leyfðu. Svo leit hún á manninn og sagði:

„Það skipti þennan öllu máli!“

Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands




Skoðun

Sjá meira


×