Napoli pakkaði Juventus saman í toppslagnum á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Khvicha Kvaratskhelia var frábær í kvöld.
Khvicha Kvaratskhelia var frábær í kvöld. Francesco Pecoraro/Getty Images

Juventus hafði unnið átta leiki í röð án þess að fá á sig mark áður en að mætti toppliði Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Juventus átti aldrei möguleika gegn Napoli í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri heimamanna í Napoli.

Framherjinn Victor Osimhen skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir rétt tæplega stundarfjórðung og hann lagði svo upp annað mark Napoli á 39. mínútu þegar hinn spræki Khvicha Kvaratskhelia skoraði. 

Ángel Di María minnkaði muninn fyrir Juventus undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að gestirnir áttu enn möguleika þegar síðari hálfleikur hófst.

Kvaratskhelia og Osimhen héldu áfram að fara illa með vörn Juventus í síðari hálfleik en sá fyrrnefndi lagði upp tvö mörk. Það fyrra á Amir Rrahmani og það síðara á Osimhen sjálfan sem skoraði sitt annað mark í leiknum á 65. mínútu.

Heimamenn létu ekki staðar numið þar og skoraði Eljif Elmas fimmta mark Napoli aðeins sjö mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og gott gengi Juventus á enda. Lokatölur 5-1 og Napoli með pálmann í höndunum eins og staðan er núna. 

Staðan í deildinni er þannig að Napoli trónir á toppi Serie A með 47 stig að loknum 18 leikjum. Tíu stigum þar á eftir koma AC Milan og Juventus með 37 stig. Mílanó-liðið á hins vegar leik til góða.


Tengdar fréttir

Sókn vinnur leiki en vinnur vörn titla?

Ítalska knattspyrnan er nú aftur farin á fleygiferð eftir langt og sorglegt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Sorglegt auðvitað vegna þess þjóðin öðlaðist ekki þátttökurétt á mótinu og er þetta annað heimsmeistaramótið í röð þar sem þessi örlög biðu landsliðsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira