Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. janúar 2023 15:50 Tónlistarkonan Nanna Bryndís gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag. Angela Ricciardi Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. „Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira
„Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira