Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 20:44 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. „Þetta eru skýrar og vel rökstuddar tillögur um markvissar aðgerðir til að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Þannig aukum við öryggi sjúklinga, styðjum markmiðið um að veita rétta þjónustu á réttum stað og jöfnum álag á stofnanir heilbrigðiskerfisins“ segir er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Tillagan sem talin er líkleg til að hafa mest áhrif felur í sér að komið verði á þjónustu fjarskiptalæknis. Viðbótarkostnaður vegna rekstrar yrði 220 milljónir króna á ári þegar sólarhringsþjónustu yrði komið á en um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þá er lagt til að stofnuð verði bráðafjarheilbrigðismiðstöð til að styðja viðbragðsaðila sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Lagt er til að miðstöðin sinni læknisfræðilegri stjórnun og ráðgjöf fyrir sjúkraflutninga, bráðalæknisráðgjöf fyrir heilsugæslu í dreifbýli, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir sjófarendur, vettvangsliða og björgunarsveitir, auk faglegrar ráðgjafar við Neyðarlínu, meðal annars til ákvörðunar um notkun sjúkraflugs og þyrlu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað um 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum um allt land. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggir á tillögum viðbragðsteymis og einnig er hafin vinna starfshóps um vegvísun í heilbrigðisþjónustu, sem ráðherra skipaði að tillögu teymisins. Hér er hægt að lesa ýtarlega skýrslu viðbragðsteymisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
„Þetta eru skýrar og vel rökstuddar tillögur um markvissar aðgerðir til að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Þannig aukum við öryggi sjúklinga, styðjum markmiðið um að veita rétta þjónustu á réttum stað og jöfnum álag á stofnanir heilbrigðiskerfisins“ segir er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Tillagan sem talin er líkleg til að hafa mest áhrif felur í sér að komið verði á þjónustu fjarskiptalæknis. Viðbótarkostnaður vegna rekstrar yrði 220 milljónir króna á ári þegar sólarhringsþjónustu yrði komið á en um 100 milljónir króna fyrsta árið. Þá er lagt til að stofnuð verði bráðafjarheilbrigðismiðstöð til að styðja viðbragðsaðila sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Lagt er til að miðstöðin sinni læknisfræðilegri stjórnun og ráðgjöf fyrir sjúkraflutninga, bráðalæknisráðgjöf fyrir heilsugæslu í dreifbýli, fjarheilbrigðisþjónustu fyrir sjófarendur, vettvangsliða og björgunarsveitir, auk faglegrar ráðgjafar við Neyðarlínu, meðal annars til ákvörðunar um notkun sjúkraflugs og þyrlu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar ráðstafað um 330 milljónum króna til að bæta tækjabúnað vegna bráðaþjónustu á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum um allt land. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggir á tillögum viðbragðsteymis og einnig er hafin vinna starfshóps um vegvísun í heilbrigðisþjónustu, sem ráðherra skipaði að tillögu teymisins. Hér er hægt að lesa ýtarlega skýrslu viðbragðsteymisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira