Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 23:05 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir pólitíska innrætingu tíðkast í kennslustundum og spyr einfaldlega hvað sé til ráða. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. „Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08